Munur á milli breytinga „Silvía Nótt“

ekkert breytingarágrip
(Tek aftur breytingu 1418077 frá Tomdu77 (spjall) Þetta er óhæfur google translate texti)
[[Mynd:Silvía_Nótt.jpg|thumb|150px|right|'''Silvía Nótt''']]
'''Silvía Nótt''' er persóna í þáttunum [[Sjáumst með Silvíu Nótt]] sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni [[Skjár einn|Skjá einum]]. Persónan er leikin af [[Ágústa Eva Erlendsdóttir|Ágústu Evu Erlendsdóttur]] leik- og söngkonu. Persónan er nokkurs konar háðsádeila á þá [[staðalímynd]] sem stundum er kölluð gelgja (hugtak sem notað er um unglinga á gelgjuskeiði en oft einnig til að lýsa ákveðinni staðalímynd) og einkennist af frekju, hroka, kækjum, eigingirni, málspjöllum og þjarki. Silvía Nótt tekur í þáttunum viðtöl við ýmsa þekkta einstaklinga og spyr oftast dónalegra og nærgöngulla spurninga en viðtalið endar oft á umræðu sem snýst um Silvíu sjálfa. Einnig gerir hún sér upp sambönd við frægt fólk og talar opinskátt um það til að upphefja sjálfa sig.
 
1

breyting