„Riddarasögur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
YurikBot (spjall | framlög)
bætti við part af ritgerð sem ég er búin að vera að vinna í um riddarasögur
Lína 1:
'''Riddarasögur''' eru rómantískar skáldsögur, af ævintýrum og ástum riddara, sem voru skrifaðar á síð-[[miðaldir|miðöldum]]. Riddarasögurnar einkennast af frásögnum af hirðum, gullfallegum fötum, svakalegum bardögum og yfirnáttúrulegum hetjudáðum. Hugprýði, drengskapur, háttvísi, hreysti, kurteisi og rómantík eru áberandi í sögunum og sönn kristin hegðun er mikilvæg. Skýr skil eru gerð á milli góðs og ills og eru það oft kristnir menn sem eru góðu karlarnir og þeir slæmu heiðnir frá þjóðunum í Suðri og Norðri. Góðu mennirnir fá miklar lýsingar á góðum persónuleika og útliti og ekkert dregið þar úr en heldur má glytta í ofýkjur. Riddarasögurnar voru upprunalegupprunalega flestar í [[Bundið mál|bundnu máli]], en voru þýddar í óbundið mál í [[Noregur|Noregi]]. Þaðan bárust þær svo til [[Ísland]]s um 1200 e. Kr. Íslenskir rithöfundar tóku sig til og þýddu megnið af sögunum, textinn er ríkur af orðum og setningaskipan er flókin. Sumar sögurnar fengu aftur á sig [[ljóð]]rænan stíl eins og frumtextinn. Íslensku rithöfundarnir létu ekki þar við sitja og sömdu nýjar sögur. Höfundar sagnanna eru óþekktir og ekki er vitað hverjir þýddu þær.
 
==Riddarasögur==