„Norðurseta“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Masae (spjall | framlög)
Masae (spjall | framlög)
Lína 20:
== Norðursetumenn og skrælingjar ==
 
Allt bendir til þess að norrænir menn hafi hafið veiðiferðir til Norðursetu fljótlega eftir landnám. Þá var samkvæmt því sem fornleifafræðingar helst vita allt þetta svæði óbyggt enda eru [[skrælingjar]] hvergi nefndir í samband við Grænland í elstu heimildum. Hins vegar bjuggu þá enn svo nefndir [[Dorset-menn]] í kring um Smith-sund nyrst á Grænlandi. Þar sem sagt er frá í elstu heimildum um um skrælingja á Grænlandi, í ritinu ''Historia Norvegiae'' (sem sennilega var skráð í upphafi 12. aldar), er sennilegast átt við Dorset-menn. Þeir hverfa hins vegar af sjónarsviðinu fljótlega en í upphafi 13. aldar hefja [[Thule-inuítar]] landnám á Grænlandi. Þeir hafa sennilega verið farnir að venja komur sínar til Norðursetu um miðja öldina og hafa þá hitt fyrir Norðursetumenn á sumarvertíðum. Með öllu er óvíst hvernig þau samskipt voru. Hugsanlegt er að fljótlega hafi komist á skiptiverslun en engar heimildir eru til um það.
 
== Ítarefni ==