Munur á milli breytinga „Klement Gottwald“

m
ekkert breytingarágrip
m
Gottwald vann fyrir sér sem húsgagnasmiður í byrjun. Þegar KSČ var stofnaður árið [[1921]] var hann einn af stofnfélögunum. 1921-[[1926]] ritstýrði hann blaði og starfaði fyrir flokkinn í [[Slóvakía|Slóvakíu]]. Hann var í miðnefnd KSČ frá [[1925]] og 1926-[[1929]] var hann formaður Áróðurs- og stjórnmálamiðnefndar [[miðnefnd]]ar KSČ, [[þingmaður]] flokksins 1929-[[1948]] og [[aðalritari]] flokksins frá 1929-[[1945]]. [[1935]]-[[1943]] var hann ritari hjá [[Þriðja alþjóðasambandið|Komintern]] og á stríðsárunum, [[1939]]-1945, var hann í [[Moskva|Moskvu]] og var einn af nokkrum leiðtogum sem þaðan stýrðu [[andspyrnuhreyfing]]u tékkneskra kommúnista gegn [[Nasismi|nasistum]]. Frá 1945-[[1953]] var Gottwald formaður KSČ. Frá 1945-[[1946]] var hann varaforsætisráðherra og frá 1946-[[1948]] forsætisráðherra í ríkisstjórn Tékkóslóvakíu. Frá [[1948]]-[[1953]] var hann forseti landsins.
 
Í [[mars]] 1945 samþykkti [[Edvard Beneš]], kjörinn forseti Tékkóslóvakíu, sem hafði verið leiðtogi [[útlagastjórn]]ar Tékka í London frá [[1941]], að mynda [[þjóðstjórn]] með Gottwald og KSČ. Gottwald var þá varaforsætisráðherra, en eftir fyrstu kosningar í landinu eftir stríðið, árið eftir, varð hann forsætisráðherra. Þann [[9. maí]] 1948 frömdu kommúnistar [[Valdaránið í Tékkóslóvakíu 1948|valdarán]] og létu þingið samþykkja nýja stjórnarskrá. Beneš forseti neitaði að undirrita nýju lögin og sagði af sér þann [[2. júní]] (og dó þrem mánuðum seinna). Þann [[14. júní]] kaus þjóðþingið Klement Gottwald sem nýjan forseta Tékkóslóvakíu.
 
Gottwald var trúr fylgismaður [[Stalín]]s. Hann [[þjóðnýting|þjóðnýtti]] iðnað landsins og [[samyrkjubú|samyrkjuvæddi]] landbúnaðinn. Vaxandi áhrif [[Rússland|Rússa]] í landinu mættu töluverðri mótspyrnu, og Gottwald framdi því nokkrar hreinsanir. Fyrst hreinsaði hann flesta þá úr valdastöðum, sem ekki voru kommúnistar, og síðan nokkurn fjölda kommúnista líka. Í hópi málsmetandi kommúnista sem voru ákærðir í [[Réttarhöldin í Prag|Pragréttarhöldunum]] voru aðalritari flokksins [[Rudolf Slánský]], [[utanríkisráðherra]]nn [[Vladimir Clementis]] og [[Gustáv Husák]] fylkisstjóri í Slóvakíu. Þeir voru allir reknir og gefið að sök að aðhyllast [[borgarastétt|borgaralega]] [[þjóðernisstefna|þjóðernisstefnu]]. Clementis var tekinn af lífi í [[desember]] [[1952]] og hundruð annarra fyrrverandi embættismanna voru fangelsaðir. Husák fékk [[uppreist æru]] á sjöunda áratugnum og varð forseti Tékkóslóvakíu [[1975]].
2.416

breytingar