„Valdaránið í Tékkóslóvakíu 1948“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
 
Í þingkosningunum sem haldnar voru 1946 í Tékkóslóvakíu fengu kommúnistar flest atkvæði, 31.2%, og mynduðu [[samsteypustjórn]] með öðrum flokkum. Eftir um hálft kjörtímabilið höfðu óvinsældir kommúnista aukist og ljóst þótti að þeir myndu tapa fylgi í kosningunum sem áttu að fara fram í maí 1948. Tveir helstu áhrifamenn við valdaránið voru [[Edvard Beneš]] sem var [[forseti Tékkóslóvakíu]] 1935-38, 40-45 og 45-48 og [[Klement Gottwald]] sem var forsætisráðherra frá árinu 1946 til 1948 þegar hann tók við af Beneš sem forseti í júní. Gottwald þrýsti á Beneš að skipa ríkisstjórn kommúnista þótt þeir hefðu ekki fengið svo afgerandi meirihluta í lýðræðislegum kosningum árið 1946. Beneš lét hins vegar undan þrýstingi Gottwalds sem tók við af honum sem forseti. Gottwald var forseti Tékkóslóvakíu í fimm ár, fram að dauðadegi sínum árið 1953 jafnframt því sem hann var formaður [[Kommúnistaflokkur Tékkóslóvakíu|Kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu]] 1929–1953.
 
== Tengill ==
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1718012 ''REYKJAVÍKURBRÉF''], 17. febrúar 1990 Morgunblaðið
 
{{Kalda stríðið}}