„Snjóhús“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
 
== Tegundir ==
Það var að finna þrjár mismunandi tegundir snjóhúsa sem eru notaðar á mismunandi hátt. Smæsta tegundin notaði fólk sem tímabundið skýli þegar það var á veiðum langt frá næsta þorpinu. Svona snjóhús var notað í aðeins einn eða tvo daga. Stærri tegund gæti hýst eina eða tvær fjölskyldur í lengri tíma. Slík snjóhús fundust oftast saman í eins konar litlum þorpum. Stærsta tegundin voru tímabundnar byggingar sem voru notaðar fyrir sérstaka atburði, veislur, dansa og samkomur af öðru tagi. Oftast stóðu þau saman af nokkrum samantengdum rýmum.
 
== Byggingarefni ==
Snjórinn sem er notaður við byggingu snjóhúss á að vera nægilega byggingarsterkur að hægt er að skera hann upp í kubba og að hann haldist saman í spíralmynstrinu. Hentugasti snjórinn er sá sem hefur verið feykt saman af vindinum, og er samþjappaður og varanlegur því snjókristalarnir grípa hver í annan. Einnig er nóg loft í snjónum að hann einangri húsið frá kuldanum. Holan sem verður til þegar snjókubbarnir eru skornir upp er notuð sem grundvöll fyrir húsið. Niðurgrafinn inngangur tryggir að kalt loft sé ekki sogið inn í húsið og að hlýtt loft komist ekki út. Stundum er þunn ísrúða sett í vegginn sem eins konar gluggi.
 
Meginreglur byggingarlistarinnar á bak við snjóhús eru vel hugsaðar. Snjóhús er byggt með því að setja saman æ smærri snjókubba í spíral sem heldur sjálfum sér saman.
 
{{stubbur}}