„Knattspyrnufélag Reykjavíkur“: Munur á milli breytinga

ekkert breytingarágrip
No edit summary
No edit summary
 
{{Deildir innan KR}}
<onlyinclude>'''Knattspyrnufélag Reykjavíkur''', '''KR''', er íþróttafélag í [[Vesturbær Reykjavíkur|Vesturbænum]] í [[Reykjavík]]. Félagið var stofnað [[16. febrúar]] árið [[1899]] og er elsta félag sinnar tegundar á Íslandi. Það var stofnað fyrst sem knattspyrnufélag, en núna eru starfræktar margar deildir innan félagsins. KR hefur unnið úrvalsdeildina í knattspyrnu 25 sinnum, oftast allra félaga og er KR eitt sigursælasta lið landsins í þremur vinsælustu íþróttagreinum landsins, handknattleik, körfuknattleik og knattspyrnu þar sem það hefur unnið 101 Íslands- og bikarmeistaratitil í karla- og kvennaflokki. KR á fjölda stuðningsmanna og samkvæmt mörgum könnunum á ekkert annað lið fleiri stuðningsmenn á landinu en KR.<ref name="Könnun 1">http://www.uefa.com/competitions/ucl/news/kind=8192/newsid=102931.html</ref><ref name="Könnun 2">http://www.bi.is/verdbref/utbod/kr/kr6.htm</ref><ref name="Könnun 3">http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=603495</ref><ref name="Könnun 4">http://www.ruv.is/frett/kr-vinsaelasta-lidid</ref></onlyinclude>
 
== Saga ==
[[File:Aðsókn á KR-völlin.png|thumb|600px|Meðaltal áhorfenda á leiki KR á KR-velli frá árinu 1991 miðað við meðaltal í deildinni sem heild. Feitletrun táknar meistaraár.]]
 
KR á stærsta hóp stuðningsmanna á Íslandi<ref name="Könnun 1" />, samkvæmt könnun Gallup<ref name="Könnun 2" /><ref name="Könnun 3" /><ref name="Könnun 4" />. Ef skoðaðar eru aðsóknartölur á KR-leiki sést þetta greinilega. Á árunum 1997 - 2004 einokuðu KR-ingar listann yfir mestu aðsókn á leiki liða. FH-ingar náðu þeim árið 2005. Einnig má geta þess að aðsóknarmestu leikir annarra liða í deildinni eru yfirleitt leikir gegn KR og flestir áhorfendur mættu að meðaltali á útileiki KR árin 2007 - 2009<ref>http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=67480</ref>. KR komst þó aftur í efsta sæti yfir áhorfendatölur 2008, þegar 1.931 áhorfandi kom að meðaltali á hvern heimaleik KR, yfir 300 manneskjum fleiri að meðaltali en næsta lið fyrir neðan KR á listanum, og hafa haldið því sæti síðan þá.
=== Miðjan ===
Einn hópur stuðningsmanna KR kallar sig Miðjuna. Nafnið er komið frá því að kjarni stuðningsmanna stóðu beint fyrir miðju á KR-vellinum í kringum árið 1994. Fljótlega tók KR-klúbburinn á það ráð að úthluta meðlimum KR-klúbbsins sæti sem að þeir einir máttu setjast í, en það fyrirkomulag hélst til ársins 2006<ref>http://pdf.sport.is/KR2007_VEF.pdf - KR blaðið bls. 24</ref>. Miðjan mætir á alla leiki KR í deildinni í karlaknattspyrnunni og einnig á nokkra leiki í körfuknattleik karla. Miðjan stendur yfirleitt aftast í KR stúkunni og syngur KR-lög allan leikinn, ýmist um leikmenn liðsins eða félagið sjálft. Miðjan hefur fengið athygli út á nýstárlega leið í stuðningi og hafa nokkur önnur lið tekið uppá því sama.
4.254

breytingar