„Kambsránið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m flokkur
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Kambsránið''' er rán sem framið var þann [[9. febrúar]] árið [[1827]] á bænum Kambi í [[Flói|Flóa]]. Fjórir grímuklæddir menn réðust inn í bæinn og bundu bóndann Hjört Jónsson og húsfólk hans og brutu upp hirslur í leit að peningum. Þeir rændu um 1000 [[ríkisdalur|ríkisdölum]].
 
Ræningarnir skildu eftir sig verksummerki m.a. skó, járnflein og vettling. [[Þuríður formaður]] á [[Stokkseyri]] taldi sig þekkja handbragðið á skónum og að för á járnfleininum pössuðu við steðja í eigu Jóns Geirmundssonar á Stéttum í Hraungerðishreppi. Vettlingur sem fannst í túninu á Kambi var talinn kominn frá Jóni Kolbeinssyni á Brú í Stokkseyrarhreppi. Grunur beindist einnig að bróður hans Hafliða.