„Evrópusambandið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Bogorm (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 80:
| align="right" colspan="2" | <small>* ''ef sambandið er talið ein heild''</small>
|}
'''Evrópusambandið''' (stytt '''ESB''' eða '''ES''') er stjórnmálaleg og efnahagsleg alþjóðasamtök 2728 [[Evrópa|Evrópuríkja]] með [[höfuðstöðvar]] í [[Brussel]]. Sambandið var stofnað í núverandi mynd með undirritun [[Maastrichtsamningurinn|Maastrichtsamningsins]] þann [[7. febrúar]] [[1992]] þar sem byggt var á [[Evrópubandalagið|Evrópubandalaginu]]. Rúmlega 500 milljónir borgara búa innan ríkja Evrópusambandsins og samanlagt er [[verg landsframleiðsla]] aðildarríkja um 30% af vergri landsframleiðslu heimsins.
 
Í Evrópusambandinu er sameiginlegur markaður sem er staðlaður með löggjöf sem öll aðildarríki eru skyldug til þess að setja. Þau lög snúa að hinu svokallaða [[fjórfrelsi]] sem tryggir frjálsa för fólks, varnings, þjónustu og fjármagns um landamæri þeirra. Að auki má nefna sameiginlega viðskiptastefnu, [[Sameiginleg landbúnaðarstefna ESB|landbúnaðarstefnu]] og [[Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB|sjávarútvegsstefnu]] auk [[Byggðastefna ESB|byggðastefnu]]. Sextán aðildarríki hafa tekið upp sameiginlegan gjaldmiðil, [[evran|evruna]] sem mynda [[Evrusvæðið]]. Evrópusambandið hefur einnig hlutverki að gegna í utanríkismálum, sameiginlegur fulltrúi ESB-ríkja semur um kjör og kosti í [[Alþjóða viðskiptastofnunin]]ni, á fundum [[G8]]-ríkjanna, [[G20]]-ríkjanna og hjá [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]]. Með [[Schengen-samstarfið|Schengen-samstarfinu]] eru [[vegabréf]] óþörf fyrir ríkisborgara 22 ríkja Evrópusambandsins auk þriggja annarra ríkja utan Evrópusambandsins, það er að segja Noregs, Írlands og Sviss þegar kemur að ferðum landanna á milli. Tuttugu og eitt ríki Evrópusambandsins eru meðlimir [[NATO]].