Munur á milli breytinga „Alþýðufylkingin“

Markmiðið verði að heilbrigðisþjónusta og menntun verði án endurgjalds og séu samfélagsleg verðmæti fremur en markaðsvara. Forsenda þess er að létta oki fjármálastarfsemi og að kröfunni um sífellda útþenslu verði létt af hagkerfinu.
 
Þá segir flokkurinn að einkarekstur eigi rétt á sér í verðmætaskapandi framleiðslu og þjónustu sem teljist ekki til innviða samfélagsins. Atvinnuvegir eigi að vera fjölbreyttir samfara því sem þeir uppfylli þarfir þjóðfélagsins í stað þess að auka gróða og ójöfnuð.
 
Alþýðufylkingin berst fyrir því að auðlindir lands og sjávar verði óframseljanleg sameign þjóðarinnar svo hagnaðurinn skili sér í bættum lífskjörum hennar. Hófleg nýting skuli vera höfð að leiðarljósi og stórauknu fé skuli veitt til þess að auka landgæði og vinna gegn náttúruspjöllum. Varast skal of mikla samþjöppun og einokun bæði hvað landbúnaðinn og ferðaþjónustuna varðar til að koma í veg fyrir rýrnun á landsgæðum.
Óskráður notandi