„Jón forseti (togari)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Andresm (spjall | framlög)
Bætti við staðsetning Stafness
Andresm (spjall | framlög)
Bætti við nafni fyrsta skipstjórans.
Lína 1:
:''Þessi grein fjallar um togara. Til sjá nafnið Jón Sigurðsson má skoða [[Jón Sigurðsson|aðgreiningarsíðuna]].''
 
'''Jón forseti''' var fyrsti [[togari]], sem smíðaður var sérstaklega fyrir [[Ísland|Íslendinga]]. Hann var smíðaður á Englandi árið [[1906]] fyrir útgerðarfélagið [[Alliance hf.]] í Reykjavík, en hann sigldi í fyrsta sinn til heimahafnar 22. janúar [[1907]]. Íslendingar höfðu áður eignast grunnslóðartogarann [[Coot]] notaðan, en Jón forseti var úthafstogari og með honum hófst bylting í atvinnusögu íslensks sjávarútvegs og atvinnulífs. Halldór Kr. Þorsteinsson var fyrsti skipstjóri Jóns forseta.
 
Jón forseti þótti stór togari á þeirra tíma mælikvarða, 233 brúttórúmlestir. Eins var mjög til hans vandað, svo mjög raunar, að hann var talinn jafngóður þeim togurum, sem þá voru bestir á Englandi. Hann stóð þeim jafnvel framar að því leyti að við smíði hans hafði hann var sérstaklega styrktur til siglinga á norrænum slóðum. Jón forseti var úr járni að mestu leyti, bæði skrokkur og yfirbygging. Í honum var gufuvél og var ganghraði um 10 mílur á klukkustund. Troll Jóns forseta var í meginatriðum af sama tagi sem enn tíðkaðist 100 árum síðar, en þó miklum mun minna, aðeins um 40 metrar að lengd (svipað og togarinn), og riðið úr hampi. Jón forseti var [[síðutogari]] eins og allir togarar þess tíma.
 
Jón forseti strandaði um 1 leytið að nóttu til á rifi við [[Stafnes]] á [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]] (milli Sandgerðis og Hafna) í [[illviðri]] þann [[27. febrúar]] [[1928]]. Fyrstu skip komu togaranum til aðstoðar um fimm klukkustundum seinna en gátu lítið aðhafst vegna veðurs. Á togaranum var 25 manna [[áhöfn]] og tókst með harðfylgi manna úr landi að bjarga 10 þeirra, en 15 fórust með skipinu.