„Alliance hf.“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Andresm (spjall | framlög)
Síða stofnuð
 
Andresm (spjall | framlög)
m Lagaði tengil
Lína 1:
'''Alliance hf.''' var fyrsta togaraútgerðarfélag Íslands, stofnað hinn 18. október 1905. Það var umsvifamikið í útgerð og atvinnulífi [[Reykjavíkur|Reykjavík]] á fyrri hluta 20. aldar.
 
Alliance hf. er nú einkum þekkt fyrir að hafa látið smíða [[Jón forseti|Jón forseta]] RE 108, fyrsta togarann, sem var sérstaklega smíðaður fyrir Íslendinga, en [[Coot]], fyrsti togarinn í íslenskri eigu var keyptur notaður til landsins.
 
Stofnendur Alliance hf. voru [[Thor Jensen]] kaupmaður, sem jafnframt var fyrsti framkvæmdastjóri félagsins, þilskipa-skipstjórarnir Halldór Kr. Þorsteinsson, Jón Ólafsson, Jón Sigurðsson, Jafet Ólafsson, Kolbeinn Þorsteinsson og skipstjórinn og stýrimannaskólakennarinn Magnús Magnússon, sem síðar varð framkvæmdastjóri þess og aðaleigandi, þegar Thor sagði skilið við félagið árið 1910. Þetta var fyrsta tilraunin til félagsstofnunar um togaraútgerð, sem tókst hérlendis. Félagið var lengi næststærsta útgerð landsins og hafði jafnan 3-5 togara á sínum snærum. Það var einn þriggja stofnenda [[Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda|Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda]] [[1932]].