„Sólfarsvindar“: Munur á milli breytinga

→‎Hafgola: Tók út myndina þar sem hún virkaði ekki.
m (Bot: Flyt 36 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q81242)
(→‎Hafgola: Tók út myndina þar sem hún virkaði ekki.)
 
== Hafgola ==
[[Image:Hafgola.gif|thumb|250px|Samband hafgolu og loftþrýstings]]
Á morgnana er loft yfir landi og sjó ámóta hlýtt. Eftir því sem dagurinn líður hitar sólin upp yfirborð landsins og við það hitnar loftið yfir landinu sem þenst út. Þá tekur loftið að rísa. Breytingar á [[loftþrýstingur|þrýstingi]] verða við þetta ferli og hita[[lægð]] myndast yfir landinu. Þá minnkar loftmassinn við yfirborð lands. Í 1.000 til 1.500 metra hæð byrjar loftið að kólna. Það þéttist og safnast saman vegna aukins loftþrýstings og [[hæð]]ar yfir landi. Við þetta myndast yfirþrýstingur efst í súlunni yfir landi og loftið þar tekur að streyma í átt til sjávar. Þegar loftið er þangað komið myndast lægð í háloftunum yfir sjónum. Kalda loftið tekur að sökkva niður að yfirborði sjávar. Við yfirborð sjávar myndast hæð af því að loftið er kalt. Kalda loftið skríður í átt að lægðinni sem myndaðist yfir landi og ferlið endurtekur sig. Við þetta verður hafgolan til. Þar sem sjávarloftið er oftast kaldara en loftið yfir landi getur kólnað þegar hafgolan ryðst inn á landið.
 
Óskráður notandi