„Lýðveldið Feneyjar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 3:
 
==Saga==
Samkvæmt arfsögn kusu íbúar borgarinnar [[Anafestus Paulicius]] sem [[hertogi|hertoga]] (''dux'') árið 697 og er stofnár lýðveldisins miðað við það. Fyrsti hertoginn sem sögulegar heimildir eru til um var [[Orso Ipato]] sem var kjörinn 726 og fékk titlana ''[[hypatos]]'' og ''dux'' frá keisaranum í [[Konstantínópel]] sem lýðveldið heyrði undir að nafninu til. Í friðarsamningum milli [[Karlamagnús]]ar og [[Nikófóros 1.|Nikófórosar 1. keisara]] [[803]] var sjálfstæði borgarinnar formlega viðurkennt. Nokkrum árum síðar stálu feneyskir kaupmenn líkamsleifum [[Markús guðspjallamaður|Markúsar guðspjallamanns]] frá [[Alexandría (Egyptalandi)|Alexandríu]] í [[Egyptaland]]i og færðu borginni sem gerði hann að verndardýrlingi sínum.
 
Á [[hámiðaldir|hámiðöldum]] auðgaðist borgin gríðarlega á verslun milli [[Evrópa|Evrópu]] og [[Mið-Austurlönd|Mið-Austurlanda]]. Borgin tók þátt í [[krossferðir|krossferðunum]] og fékk þá hlut í ríkulegum ránsfeng. Á þessum tíma eignaðist lýðveldið nýlendur í [[Eyjahaf]]i og á [[15. öldin|15. öld]] lagði það undir sig strandhéruð á Ítalíu og strönd [[Dalmatía|Dalmatíu]]. Það lenti þó brátt upp á kant við [[Tyrkjaveldi]] og missti héruð sín í austanverðu [[Miðjarðarhaf]]i og í [[Grikkland]]i. Vegna árása Tyrkja og átaka við [[páfi|páfa]] tók lýðveldinu að hnigna. Þegar [[Napoléon Bonaparte]] réðist með her sinn yfir [[Alpafjöll]] misstu Feneyingar flest héruð sín á Ítalíu og það sem eftir var af löndum þeirra handan hafsins til Frakka en borgin féll í hendur [[Austurríska keisaradæmið|Austurríkismanna]] árið 1797.