„Stórhertogadæmið Toskana“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Italy_1796.png|thumb|right|Ítalía árið 1796: Stórhertogadæmið er litað appelsínugult]]
'''Stórhertogadæmið Toskana''' var [[hertogadæmi|stórhertogadæmi]] sem varð til þegar [[Píus 5.]] páfi lýsti [[Cosimo 1. de' Medici|Cosimo]] [[hertogadæmið Flórens|hertoga af Flórens]], [[stórhertogi|stórhertoga]] árið [[1569]]. Cosimo hafði áður stækkað ríki sitt mikið með því að kaupa eyna [[Elba|Elbu]] og leggja borgina [[Siena]] undir sig. Stórhertogadæmið heyrði að nafninu til undir [[Heilaga rómverska ríkið]]. [[Medici-fjölskyldan]] ríkti yfir stórhertogadæminu þar til aðalgrein ættarinnar dó út árið [[1737]] og [[Frans 1. keisari|Frans af Habsburg-Lothringen]] tók við völdum ásamt konu sinni [[María Teresa|Maríu Teresu]] sem fékk titilinn stórhertogaynja. Yngri sonur þeirra, [[Leópold 2. keisari|Leópold]], fékk stórhertogadæmið í sinn hlut við lát föður síns en þegar hann varð keisari fékk yngri sonur hans, [[Ferdinand 3. af Toskana|Ferdinand]], stórhertogadæmið. Í [[Frönsku byltingarstríðin|Frönsku byltingarstríðunum]] [[1799]] var landið hernumið af [[Napoléon Bonaparte]] sem breytti ríkinu árið [[1801]] í [[Konungsríkið Etrúría|Konungsríkið Etrúríu]] sem [[Ferdinand af Parma]] fékk í sárabætur fyrir [[hertogadæmið Parma]]. Árið [[1807]] var þetta ríki svo innlimað í [[Frakkaveldi]]. Napoléon gerði systur sína, [[Elisa Bonaparte|Elisu Bonaparte]] að stórhertogaynju. Eftir [[Vínarþingið]] var Ferdinand endurreistur. Sonur hans [[Leópold 2. af Toskana|Leópold]] tók við eftir lát hans en þegar [[Annað ítalska sjálfstæðisstríðið]] braust út lagði [[Viktor Emmanúel 2.]], [[konungsríkið Sardinía|Sardiníukonungur]] ríkið undir sig. Í desember [[1859]] var stórhertogadæmið lagt niður og varð hluti af [[Sameinuð héruð Mið-Ítalíu|Sameinuðum héruðum Mið-Ítalíu]] sem urðu hluti af Sardiníu nokkrum mánuðum síðar.
 
{{stubbur|saga}}