„Kjölur (fjallvegur)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
'''Kjölur''' er landsvæði og [[fjallvegur]] ('''Kjalvegur''') á hálendi Íslands, austan [[Langjökull|Langjökuls]] en vestan vo' [[Hofsjökull|Hofsjökul]]. Norðurmörk Kjalar eru yfirleitt talin vera við Svörtukvísl og Seyðisá en að sunnan afmarkar [[Hvítá (Árnessýslu)|Hvítá]] Kjöl. Kjölur er nú afréttarland [[Biskupstungur|Biskupstungna]] en tilheyrði áður bænum [[Auðkúla|Auðkúlu]] í [[Húnaþing]]i.
 
Kjölur er í 600-700 metra hæð yfir sjávarmáli og að miklu leyti berar melöldur, sandar og hraun á milli lágreistra fella. Hærri fjöll eru þar einnig svo sem [[Hrútfell]] (1410 m) og Kjalfell (1000 m). Þar eru líka gróin svæði, einkum í [[Hvítárnes]]i og í [[Þjófadalir|Þjófadölum]]. Áður var Kjölur mun meira gróinn. Norðan til á Kili er jarðhitasvæðið [[Hveravellir]], sem er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Kerlingarfjöll eru við Kjalveg og er þar að finna veitinga- og gistiaðstöðu ásam því að Hveradalir eru eitt stærsta háhitasvæði Íslands
 
Nyrst á Kili er Dúfunefsfell, 730 m hátt, og sunnan við það eru sléttir melhjallar sem talið er að geti verið Dúfunefsskeið, sem nefnt er í landnámu, í frásögninni af [[Þórir dúfunef|Þóri dúfunef]] landnámsmanni á [[Flugumýri]] og hryssunni Flugu.