Munur á milli breytinga „Gunnar Kvaran“

m
Bot: Migrating 1 interwiki links, now provided by on Wikidata on Q725216; útlitsbreytingar
m (Bot: Flyt 4 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q725216)
m (Bot: Migrating 1 interwiki links, now provided by on Wikidata on Q725216; útlitsbreytingar)
'''Gunnar Kvaran''' (fæddur [[18. janúar]] [[1944]]) er einn af fremstu [[selló]]leikurum [[Ísland|íslensku]] þjóðarinnar.
 
Gunnar hóf ungur að leika á hin ýmsu hljóðfæri undir handleiðslu Dr. [[Heinz Edelstein]] við Barnamúsikskólann í [[Reykjavík]]. Tólf ára gamall hóf hann nám við [[Tónlistarskólinn í Reykjavík|Tónlistarskólann í Reykjavík]] hjá [[Einar Vigfússon|Einari Vigfússyni]], sellóleikara. Árið [[1964]] lauk hann svo brottfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Eftir það hélt hann til náms við Konunglega tónlistarháskólann í [[Kaupmannahöfn]] hjá hinum heimsþekkta [[Danmörk|dansk]]-íslenska sellóleikara [[Erling Blöndal Bengtsson]]. Þar ytra féllu honum ýmis verðlaun í skaut, þar á meðal tónlistarverðlaun kennd við Jacob Gade og hlaut hann námsstyrk tónlistarháskólans. Á árunum [[1968]]-[[1974]] starfaði hann sem [[kennari]] við sama skóla. Framhaldsnám stundaði Gunnar í [[Basel]] og [[París]] undir handleiðslu [[René Flachot]] og sótti meistaranámskeið hjá [[André ]] Navarra og [[Gregor Piatigorsky]] í Danmörku og á [[Ítalía|Ítalíu]].
 
Gunnar Kvaran hefur haldið einleikstónleika og kammertónleika á [[Norðurlönd]]um, í [[Þýskaland]]i, [[Frakkland]]i, [[Holland]]i, [[Belgía|Belgíu]], [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]], [[Kanada]] og [[Bretland]]i (m.a. [[Wigmore Hall]] í [[London]], [[Carnegie Hall]] í [[New York borg|New York]] og í [[Beethoven Haus]] í [[Bonn]]). Hann er meðlimur í hinu kunna Tríói Reykjavíkur ásamt eiginkonu sinni, [[Guðný Guðmundsdóttir|Guðnýju Guðmundsdóttur]], fiðluleikara og Peter Máté, píanóleikara.
 
Gunnar er nú [[prófessor]] í sellóleik og kammermúsík við [[Listaháskóli Íslands|Listaháskóla Íslands]] en hann hefur einnig kennt sellóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík í nærri aldarfjórðung og var um tíma yfirmaður strengjadeildar sama skóla. Hann hlaut verðlaun úr sjóði Dr. Gunnars Thoroddsens árið [[1990]] fyrir tónlistarstörf og var valinn bæjarlistamaður [[Seltjarnarnes]]s árið [[1996]]. Gunnar var sæmdur hinni íslensku fálkaorðu árið [[2006]] fyrir störf sín í þágu menningar- og mannúðarmála.
{{f|1944}}
 
[[Flokkur:Íslenskir sellóleikarar]]
[[Flokkur:Handhafar riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu]]
{{f|1944}}
 
[[dk:Gunnar Kvaran]]
980

breytingar