„Fjallaljón“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 40:
Í skrifum frá árinu 1959 var sagt að fjallaljónin eða panþerar eins og þau voru kölluð væru til mikilla vandræða fyrir búfenað og upp úr því voru skipulagðar víðamiklar útrýmingarherferðir gegn þeim og öðrum stórum rándýrum. Þeim var útrýmt af stórum svæðum og fækkað verulega annars staðar.
Eins og lang flestar aðrar kattategundir mynda fress fjallaljóna óðul sem innihalda óðul nokkurra kvendýra og fara dýrin reglulega um óðulin og pissa upp við tré og eru þau þá að merkja óðarlsmörkin
 
==Æxlun og Kettlingar==
Fjallaljónin eru að mestu einfarar, nema fullorðin dýr geta umborið hvort annað í fjóra til sex daga á æxlunartíma, einnig virðast bræður halda saman í nokkra mánuði eftir að þeir yfirgefa móðurina.
Pörunartími fjallaljóna fer eftir því á hvaða svæði þau eru, á nyrstu svæðunum er æxlunartíminn bundin við desember til mars, en á regnskógarsvæðunum er ekki neinn sérstakur æxlunartími.
Rannsóknir sýna það að læðurnar gjóta að meðaltali á tveggja ára fresti og er gotstærðin allt frá einum upp í sex kettlinga.
Meðgöngutíminn er á bilinu 82-96 dagar og eru kettlingarnir á spena í allt að 40-45 daga og fæðast þeir blindir en opna augum 10-14 daga gamlir.
Sex vikna bragða þeir fyrst á kjöti og þeir yfirgefa móður sína yfirleitt um eins árs aldur en kvendýrin halda sig lengur hjá móðurinni. Rannsóknir hafa sýnt að fjallaljón verða yfirleitt ekki eldri en 12 ára.
 
 
==Heimildir==