„Evrópska efnahagssvæðið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:European Economic Area.svg|thumb|250px|Lituðu löndin mynda saman EES
Evrópska efnahagssvæðið
{{kortaskýring|#276d3a|EFTA-löndin (utan Sviss)}}
Evrópska efnahagssvæðið (EES) nær til 27 aðildarríkja ESB og einnig til þriggja ríkja Fríverslunarsamtaka í Evrópu , Íslands, Liechtensteins og Noregs. Það byrjað var á þessu í kringum árið 1994 með samningi milli EFTA-ríkjanna Íslands, Liechtensteins, Sviss, Noregs, Austurríkis, Finnlands og Svíþjóðar annars vegar og Evrópubandalagsins eins og Evrópusambandið hét þá, hins vegar. Ári síðar gengu þrjú síðastnefndu EFTA-ríkin úr EFTA og í EB en EFTA-ríkið Sviss hafnaði aðild að EES með þjóðaratkvæði árið 1992.
{{kortaskýring|#003399|ESB-löndin}}]]
'''Evrópska efnahagssvæðið''' ('''EES''') er sameiginlegt markaðssvæði 30 ríkja í [[Evrópa|Evrópu]] sem komið var á með '''EES-samningnum''' og tók formlega gildi [[1. janúar]] [[1994]]. Aðild að EES eiga öll 27 aðildarríki [[Evrópusambandið|Evrópusambandsins]], sambandið sjálft og 3 aðildarríki [[Fríverslunarsamtök Evrópu|Fríverslunarsamtaka Evrópu]] (EFTA). [[Sviss]] er eina EFTA-ríkið sem stendur utan EES þar sem að aðild að samningnum var hafnað í [[þjóðaratkvæðagreiðsla|þjóðaratkvæðagreiðslu]] þar í landi.
 
EES-samningurinn veitir EFTA-ríkjunum [[Ísland]]i, [[Liechtenstein]] og [[Noregur|Noregi]] aðgang að innri markaði Evrópusambandsins án þess að þau þurfi að gerast fullir meðlimir í sambandinu. [[Fjórfrelsið]] svokallaða gildir á öllu svæðinu en það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað. Að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna á sviði félagsmála, jafnréttismála, neytendamála, umhverfismála, menntamála, vísinda- og tæknimála o.fl.
Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið fengu EFTA/EES-ríkin aðild að innri markaði Evrópubandalagsins. Hann byggist á reglunum um fjórfrelsið en þær eru einnig goainn
kjarni EES-samningsins. Markmið samningsins er „að stuðla að stöðugri og jafnri eflingu viðskipta- og efnahagstengsla samningsaðila við sömu samkeppnisskilyrði og eftir sömu reglum með það fyrir augum að mynda einsleitt Evrópskt efnahagssvæði“ (1. grein EES-samningsins).
 
== Tilurð og saga ==
Til að ná þessu markmiði þurfa EFTA/EES-ríkin að innleiða hjá sér réttarreglur ESB á þeim sviðum sem samningurinn nær til. Á grundvelli sérstaks samkomulags EFTA-ríkjanna voru eftirlitsstofnun EFTA (e. EFTA Surveillance Authority, ESA) og EFTA-dómstóllinn (e. EFTA Court) stofnuð. Eftirlitsstofnunin hefur á sinni könnu eftirlit með framkvæmd EES-samningsins og beitingu þeirra reglna sem ríkin hafa innleitt í landslög á grundvelli hans. Hlutverki eftirlitsstofnunarinnar svipar því til hlutverks framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. EFTA-dómstóllinn hefur úrskurðarvald í þeim ágreiningsmálum sem upp koma varðandi framkvæmd og túlkun EES-samningsins í EFTA-ríkjunum. Hlutverk hans er því sambærilegt við hlutverk dómstóls Evrópusambandsins.
Fyrir tíð EES hafði hvert EFTA-ríki sjálfstæð samskipti við [[Evrópubandalagið|EB]] (forvera ESB). Árið [[1984]] var efnt til sameiginlegs ráðherrafundar EFTA og EB í [[Lúxemborg]] með það að markmiði að efla viðskipti og samvinnu á ýmsum sviðum á milli bandalaganna. [[1989]] hófust formlegar samningaviðræður sem stóðu til [[1991]] en þá var samningsuppkastið sent [[Evrópudómstóllinn|Evrópudómstólnum]] til umfjöllunar. Dómstóllinn gerði athugasemd við grein í samningnum sem fjallaði um sérstakan EES-dómstól sem skyldi fjalla um deilumál vegna framkvæmdar samningsins. Slíkur dómstóll var talinn brjóta á [[Rómarsamngurinn|Rómarsamningnum]] sem kveður á um að Evrópudómstóllinn fer einn með dómsvaldið innan ESB. Niðurstaðan var að stofnaður var sérstakur [[EFTA-dómstóll]] til að leysa úr deilumálum frá EFTA-ríkjunum.
 
Á Íslandi veitti [[Alþingi]] stjórnvöldum heimild til að staðfesta EES-samninginn með því að samþykkja lög um Evrópska efnahagssvæðið nr. 2/1993 þann [[12. janúar]] [[1993]]. Málið var mjög umdeilt og til marks um það var það samþykkt í þinginu með 33 atkvæðum á móti 23 en 6 sátu hjá. [[Alþýðuflokkurinn]] og megnið af [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokkinum]] samþykktu en [[Alþýðubandalagið]], megnið af [[Kvennalistinn|Kvennalistanum]], hálfur [[Framsóknarflokkurinn]] og þrír Sjálfstæðismenn voru á móti. Hinn helmingur Framsóknarmanna og einn þingmaður Kvennalistans sátu hjá. Andstaðan við samningin var að hluta til komin af ótta við afleiðingar aukins viðskiptafrelsis (t.d. að útlendingar myndu kaupa upp jarðir á Íslandi í stórum stíl) en einnig vegna þess að margra mati felur samningurinn í sér óásættanlegt framsal á fullveldi þjóðarinnar til alþjóðastofnunar. Því hefur einnig verið haldið fram að samningurinn kunni að brjóta á [[stjórnarskrá Íslands]] sem að gerir ekki ráð fyrir því að löggjafar-, framkvæmda- eða dómsvald sé framselt.
 
EES-samningurinn felur hvorki í sér tollabandalag né sameiginlega viðskiptastefnu gagnvart þriðju ríkjum. Sameiginlegar stefnur ESB í sjávarútvegi (e. Common Fisheries Policy, CFP) og landbúnaði (e. Common Agricultural Policy, CAP) eru heldur ekki hluti af EES-samningnum.
== Tenglar ==
* [http://utanrikisraduneytid.is/samningar/ees/EESSamningur//nr/32 EES-samningurinn]