„Sandlóa“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 3 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q26816
Lína 39:
== Varp ==
[[File: Charadrius hiaticula eggs.jpg|thumb|250px|left|Hreiður Sandlóunnar með tvem eggjum. Hér sést hve einfalt það er, aðeins smá dæld og sprek í kring.]]
Sandlóan verpir um mest alla norðanverða Evrópu og Asíu og þar á meðal á Íslandi. Einnig á heimskautaeyjum [[Kanada]] og á [[Grænland]]i. Á Íslandi verpir um allt land en er algengust í fjörum en utan varptímans dvelur hún mest á leirum og sandströndum. Talið er að um helmingur heimsstofns sandlóa verpi á Íslandi.
 
Hreiðrið er einfalt aðeins lítil dæld í sandi í fjörum eða sjávargrundum nærri fjörum. Hreiðrið er ekkert falið og aðeins fóðrað með spreki eða smásteinum. Eggjum eru oftast um fjögur, ljósbrún alsett fjölmörgum doppum. Varptíminn er frá seinnihluta [[maí]] til miðs [[ágúst]]. Ungarnir koma úr eggjunum eftir þrjár til fjórar vikur og yfirgefa hreiðrið strax og hlaupa um nágrennið með foreldrum sínum og bjarga sér sjálfir með æti.