Munur á milli breytinga „Wikipedia:Potturinn“

Eins og áður hefur komið fram þá erum við nokkur búin að vera að undirbúa stofnun Wikimedia félags og það var ákveðið á fundi sem haldinn var 7. apríl s.l. að leita viðurkenningar sem Wikimedia User Group (WUG). Nú auglýsi ég eftir tillögum að fundarstað og tíma eftir ca. tvær vikur fyrir formlegan stofnfund. Ég er aðallega að líta til helgarinnar 18. til 19. maí n.k. en það má auðvitað hugsa sér tímasetningu á virkum degi ef það hentar fleirum. --[[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 4. maí 2013 kl. 16:52 (UTC)
:Ég gæti hugsanlega útvegað aðstöðu í Landsbókasafninu. --[[Notandi:Jabbi|Jabbi]] ([[Notandaspjall:Jabbi|spjall]]) 5. maí 2013 kl. 20:31 (UTC)
::Betra að leyfa því að bíða. Frétti nýlega að það gæti valdið stórkostlegum töfum ef félag er þá þegar með skráningu. En í staðinn ættum við að leitast við að verða opinberlega viðurkenndur chapter þar sem það þarf ekki mikið fleiri wiki-undirskriftir en við höfum áður fengið. Þurfum bara að endurnýja þær. -[[Notandi:Svavar Kjarrval|Svavar Kjarrval]] ([[Notandaspjall:Svavar Kjarrval|spjall]]) 5. maí 2013 kl. 20:37 (UTC)