Munur á milli breytinga „Ingibjörg Hjartardóttir“

Mynd af CD
(Mynd af CD)
[[Mynd:Ingibjörg Hjartardóttir.jpg|thumb|Ingibjörg Hjartardóttir]]
[[Mynd:Villtavestrið.jpg|thumb|Hljómdiskurinn ''Velkomin í Villta Vestrið'' með söngvum úr samnefndu leikriti sem Freyvangsleikhúsið setti upp 1998]]
'''Ingibjörg Hjartardóttir''' (f. [[18. maí]] [[1952]]) er íslenskur rithöfundur og leikritaskáld. Hún hefur einnig þýtt skáldsögur og fengist við ljóðagerð. Ingibjörg er einn af stofnendum [[Hugleikur|Leikfélagsins Hugleiks]] í Reykjavík og var formaður leikfélagsins um skeið. Hún hefur einnig leikið og leikstýrt. Leikrit hennar hafa verið sýnd af af atvinnuleikhúsum, leikhópum og áhugafélögum víða um land og flutt í Ríkisútvarpinu. Skáldsögur Ingibjargar hafa allar komið út á þýsku.
 
Leikritið Velkomin í Villta vestrið sem var sérstaklega skrifað fyrir [[Freyvangsleikhúsið]] vegna landsmóts hestamanna sem haldið var á Melgerðismelum sumarið 1998, var valið sem áhugaverðasta áhugaleiksýningin á leikárinu.
 
Leikritið Sálir Jónanna ganga aftur í uppsetningu Hugleiks var valið sem fulltrúi Íslands á norður-evrópska leiklistarhátíð sem haldin var í Harstad í Noregi í ágúst 1998. Síðan var leikhópnum boðið með leikritið á leiklistarhátíð í Litháen sumarið 1999 og til Færeyja þá um haustið.
 
Skáldsagan Hlustarinn var útvarpssaga RÚV í apríl og maí 2013.
 
[[Flokkur:Íslenskir rithöfundar]]
1.704

breytingar