„Skúli Magnússon“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 5 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q1756588
Lína 10:
Hann varð sýslumaður í [[Skaftafellssýsla|Skaftafellssýslu]] árið [[1734]] og í [[Skagafjarðarsýsla|Skagafjarðarsýslu]] [[1737]]. Þar bjó hann fyrst í [[Gröf á Höfðaströnd]] en lengst af á [[Stóru-Akrar|Stóru-Ökrum]] í [[Blönduhlíð]]. Á fyrstu árum hans í embætti strönduðu hollenskar duggur í Skagafirði en er skipsmenn urðu uppvísir að því að versla við landsmenn gerði sýslumaður skútuflökin upptæk ásamt farmi þeirra og er sagt að bærinn sem hann reisti á Ökrum og enn stendur að hluta hafi verið gerður úr skútuviðnum.
 
Skúli hafði forsjá [[Hólastóll|Hólastóls]] eftir að [[Steinn Jónsson]] biskup dó árið [[1739]] og þar til [[Halldór Brynjólfsson]] tók við embætti [[1746]]. Í úttektargerð kemur fram að hann hafi unnið gott starf, skilað af sér betra búi en hann tók við, látið byggja upp töluvert af húsum staðarins og útvegað nýtt letur til prentverksins, útvegað lærðan prentara og látið prenta bæði sumar og vetur. [[Bjarni Halldórsson á Þingeyrum|Bjarni Halldórsson]] sýslumaður á Þingeyrum var annar þeirra sem samdi úttektina en tveimur árum seinna sneri hann þó við blaðinu og kærði Skúla fyrir vanskil. Á endanum var Skúli þó hreinsaður af allri sök. LOL
 
Skúli auðgaðist vel í Skagafirði og varð svo voldugur að hann tókst á við einokunarkaupmenn og kærði [[Hofsós]]kaupmann fyrir að selja ónýtt járn og mjöl sem blandað var mold, selja vöru hærra verði en leyft var og fleira. Urðu mikil málaferli út af þessu og var Bjarni Halldórsson málsvari kaupmannsins en Skúli hafði betur í málinu og aflaði þetta honum mikilla vinsælda meðal almennings. Hann var mikill stórbokki og héraðsríkur en jafnframt gestrisinn og gjöfull við þurfamenn og áhugamaður um framfarir, lét meðal annars smíða marga rokka og vefstóla.