„Birtíngur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
m Tók aftur breytingar 89.160.138.12 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Addbot
Lína 20:
=== Háðsádeila ===
Lykillinn að háðsádeilu Birtíngs felst í kaldhæðnislegri samtvinnun á harmleik og gamansemi. Sagan hvorki ýkir né skreytir hörmungar heimsins, heldur dregur upp myndir af ógnum hans á raunsæjan (en þó ævintýralegan) hátt. Með þessu móti tekst Voltaire að einfalda flóknar heimspekikenningar og samfélagshefðir, og draga þannig fram galla þeirra. Hann skopast að bjartsýni, svo að dæmi sé nefnt, með því að demba fram flaumi af skelfilegum, sögulegum (eða að minnsta kosti trúverðugum) atburðum, án þess að þeim virðist fylgja nokkur syndaaflausn eða annað í þeim dúr.
 
=== Garðamótíf ===
Margir telja að garðar gegni lykilhlutverki í Birtíngi Voltaires. Í upphafi eru söguhetjur staddar í kastala greifans til Tundertentronk, sem margir hafa litið á sem garð. Þar leikur allt í lyndi og lífið er með besta hugsanlega móti. Þegar Birtíngur er síðan hrakin þaðan verður samlíkingin við Adam og Evu í sköpunarsögu Biblíunar nærtæk. Þá kemst Birtíngur undir lok sögunnar að þeirri niðurstöðu að maður verði að rækta garðinn sinn. Söguhetjur hafa þá sjálfar skapað sér sinn eigin garð, hugsanlega sína eigin guðdómlegu paradís.
 
Loks má telja til nautnaríkið Eldóradó, sem Birtíngur og félagar hans eiga leið um. Eflaust er þar um einhvers konar gerviparadís að ræða, þar sem íbúar líða um í áhyggjulausum draumi, ef til vill einhvers konar sljóleika.
 
== Viðtökur ==