„Eykt“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Eykt''' er heiti á [[tími|tímalengd]], sem er einn áttundi hluti [[sólarhringur|sólarhringsins]] eða því sem næst þrjár [[klukkustund]]ir hver. Eyktamörk eru þegar ein eykt endar og sú næsta byrjar. Eyktamörkin gengu undir ákveðnum heitum og voru helstu [[tími|tímaviðmiðanir]] í daglegu tali. Þau hétu: miðnætti (kl. 24=0), ótta (kl. 3), miður morgunn eða rismál (kl. 6), dagmál (kl. 9), hádegi (kl. 12), miðmund (kl. 1:30), nón (kl. 15), miður aftann (eða miðaftann) (kl. 18) og náttmál (kl. 21). Einnig var orðið eyktamark haft um viðmiðunarstaði, svo sem [[fjall|fjallatoppa]], hóla eða hæðir eða jafnvel hlaðnar [[varða|vörður]], sem [[sól]]ina bar í séð frá ákveðnum [[bær|bæ]], á tilteknum tíma. Algengt var að slíkir staðir hétu eftir eyktamörkunum, svo sem eins og Nónvarða, Hádegishnúkur eða eitthvað slíkt.
 
[[Flokkur:Tími]]