Munur á milli breytinga „Írland“

7 bætum bætt við ,  fyrir 7 árum
ekkert breytingarágrip
m (Bot: Flyt 101 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q22890)
== Saga Írlands ==
Skipting eyjunnar í „norður“ og „lýðveldi“ er tiltölulega nýleg þróun en sú skipan komst á árið [[1920]] eftir nokkur hundruð ár af kúgun og misheppnuðum byltingum gegn völdum [[England|Englendinga]] yfir eyjunni. Írland hefur verið í byggð í um það bil 9000 ár en lítið er þó vitað um tíman fyrir [[kristni]]töku, einu heimildirnar eru nokkrar frásagnir [[Rómverjar|Rómverja]], írsk [[ljóð]] og [[þjóðsögur]] auk [[fornleifar|fornleifa]]. Fyrstu íbúarnir komu um 8000 f. Kr. á [[steinöld]], þeir reistu mikla steina sem oft var raðað eftir [[stjörnufræði]]legum mynstrum. Á [[bronsöld]] sem hófst um [[2500 f. Kr.]] hófst framleiðsla á ýmsum munum og vopnum úr [[gull]]i og bronsi. [[Járnöld]]in á Írlandi er yfirleitt samtengd [[Keltar|Keltum]] sem tóku að nema land á eyjunni í nokkrum bylgjum á milli [[8. öld f.Kr.|8.]] og [[1. öld f.Kr.|1. aldar f.Kr.]] Keltarnir skiptu eyjunni upp í 5 eða fleiri [[konungdæmi]]. Rómverjar kölluðu Írland: „Hiberníu“ en lítið er vitað um samband þeirra við þjóðflokka Hiberníu. Árið 100 e. Kr. skrásetti [[Ptólemíus]] landafræði eyjunnar og þjóðflokka hennar af mikilli nákvæmni.WAZA!!!
 
Talið er að árið [[432]] hafi [[Heilagur Patrekur]] komið til Írlands og hafið að snúa íbúunum til Kristni. Hin nýju trúarbrögð mörkuðu endalok [[Drúídar|drúídahefðanna]]. Írskir fræðimenn lögðu stund á [[Latína|latnesk]] fræði og kristna [[guðfræði]] í [[Klaustur|klaustrunum]] sem blómstruðu á Írlandi á þessum tíma, og stóðu reyndar framar öðrum evrópskum fræðimönnum í því að varðveita latínuna í gegnum hinar „[[myrku miðaldir]]“. Þessari gullöld lauk með innrásum [[Víkingar|Víkinga]] sem hófust á [[9. öld]] og stóðu í u.þ.b. 200 ár, Víkingarnir rændu klaustur og bæi og stofnuðu marga bæi á ströndum Írlands.
Óskráður notandi