„Hans Küng“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q123010
Limoblisp (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 7:
Frægð sína á hann starfi sínu við og kringum síðara Vatíkanþingið ([[1959]]-[[1965]]) að þakka, en þar var hann einn mótenda umbótastefnunnar, sem varð niðustaða þingsins. Eðlilegt framhald þessa starfs voru rit hans um kirkjuna, einkum Die Kirche ([[1967]]), þar sem hann dró upp kaþólska kirkjufræði, sem jafnframt getur talist samkirkjuleg. Á [[1971-1980|áttunda áratugnum]] skrifaði hann tvær bækur sem fóru sigurför um heiminn: Christ sein ([[1974]]) og Existiert Gott? Antwort auf die Gottesfrage der Neuzeit ([[1978]]).
 
Einkenni þessara bóka er, að þær eru almennt skiljanlegar jafnframt því að vera vísindalegar og framsæknar. Jafnframt því var Küng einn háværasti gagnrýnandi afturhaldsstefnu í Páfagarði, sem leitaðist við að gera að engu umbótastefnu Vatíkanþingsins. Bók hans um óskeikulleika Páfans Unfehlbar? Eine Anfrage ([[1970]]), skrifuð í kjölfarið á páfabréfinu Humanae vitae ([[1968]]), sem endurtók hefðbundna kaþólska [[kynlíf]]s-, [[hjónaband]]s- og fjölskyldu[[siðfræði]], í stað þess að kenna í anda Vatíkanþingsins, varð til þess að Hans Küng komst í alvarleg vandræði við Páfagarð. Árið [[1979]], eftir að núverandi Páfi komst til valda, var Hans Küng sviftur kennsluréttindum sínum við kaþólsku guðfræðideildina í [[Háskólinn í Tübingen|Tübingen]], en þar hafði hann gengt prófessorstöðu í trúfræði og samkirkjulegri guðfræði síðan [[1960]].
 
Háskólinn kom Küng til hjálpar og í samvinnu við bókmenntafræðinginn Walter Jens kom Hans Küng á fót „Studium generale“, stofnun við háskólann þar sem almenningur hefur möguleika að hlýða á fyrirlestra úr öllum greinum [[Raunvísindi|raun]]- og [[Hugvísindi|hugvísinda]]. Hans Küng hélt [[prófessor]]stöðu sinni og stýrði (kaþólskri) deild samkirkjulegrar guðfræði, sem stofnuð var [[1964]] til 1998, þegar hann fór á eftirlaun. Hann er forseti [http://www.weltethos.org/dat_eng/index_e.htm Global Ethic Foundation], sem dregur nafn sitt af samnefndri bók hans, gefin út 1990. Jafnframt því að kenna guðfræði í Tübingen, hefur Hans Küng verið eftirsóttur fyrirlesari um allan heim.