Munur á milli breytinga „Grikkland hið forna“

Grísku borgríkin voru enn á ný að reyna að komast undan stjórn Makedóníu. Í [[Orrustan við Megalopolis|orrustunni við Megalopolis]] árið [[331 f.Kr.]] sigraði [[Antipater]], fulltrúi Alexanders, Spartverja, sem höfðu neitað að ganga í Kórintubandalagið og viðurkenna yfirráð Makedóníu.
 
Alexander hélt lengra í austur, þangað sem nú eru [[Afganistan]] og [[Pakistan]], allt að [[Indus]] dalnum, og [[326 f.Kr.]] hafði hann náð til [[Punjab hérað]]s. Hann hefði getað lagt leið sína niður meðfram [[Ganges]] til [[Bengal]] hefði ekki herinn, sem var fullviss um að hann væri á endimörkum heimsins, neitað að fara lengra. Alexander sneri aftur nauðugur viljugur og lést úr hitasótt í [[Babýlon]] árið [[323 f.Kr.]]
 
Veldi Alexanders leystist upp skömmu eftir andlát hans en landvinningar hans breyttu Grikklandi varanlega. Þúsundir Grikkja ferðuðust með honum eða á eftir honum til að nema land eða flytjast til nýrra grískra borga sem hann hafði stofnað. Mikilvægust þessara borga var [[Alexandría (Egyptaland)|Alexandría]] í [[Egyptaland]]i. Grískumælandi konungdæmi voru stofnuð í Egyptalandi, Sýrlandi, í Íran og Baktríu. [[Helleníski tíminn]] var hafinn.