Munur á milli breytinga „Grikkland hið forna“

Tvítugur sonur Filipposar, [[Alexander mikli|Alexander]], tók við að föður sínum. Hann hóf þegar í stað að undirbúa það að hrinda í framkvæmd áformum föður síns. Hann fór til Kórintu þar sem grísku borgríkin viðurkenndu hann sem leiðtoga Grikkjanna en hélt síðan norður til að gera her sinn reiðubúinn. Herinn sem hann hélt með til Persíu var í meginatriðum makedónskur her, en margir hugsjónarmenn frá öðrum borgríkjum gengu í herinn. En þegar Alexander var önnum kafinn í Þrakíu barst honum fregn um uppreisn grísku borgríkjanna. Hann hélt suður í skyndi, hertók Þebu og jafnaði borgina við jörðu, öðrum grískum borgum víti til varnaðar.
 
Árið [[334 f.Kr.]] hélt Alexander til Litlu Asíu og sigraði Persa við ána [[Orrustan við Granikos|Granikos]]. Þar með réð hann yfir jónísku strandlengjunni og hann fór sigurför um grísku borgirnar sem hann hafði frelsað. Þegar hann hafði útkljáð mál í Litlu Asíu hélt hann suður á bóginn gegnum [[Kilikía|KililíuKilikíu]] inn í [[Sýrland]], þar sem hann sigraði [[Dareios III]] í [[Orrustan við Issos|orrustunni við Issos]] [[333 f.Kr.]] Þá hélt hann í gegnum [[Fönikía|Fönikíu]] til [[Egyptaland]]s, sem hann náði á sitt vald án mikillar mótspyrnu. Egyptar tóku vel á móti honum sem frelsara undan kúgun Persa.
 
Dareios var nú viljugur til þess að semja um frið og Alexander hefði getað haldið heim sigri hrósandi. En Alexander var staðráðinn í að leggja undir sig Persíu og gerast sjálfur herra. Hann hélt í norðaustur gegnum Sýrland og [[Mesópótamía|Mesópótamíu]] og sigraði Dareios aftur í [[Orrustan við Gaugamela|orrustunni við Gaugamela]] [[331 f.Kr.]] Dareios flúði og var drepinn af eigin þegnum. Alexander var nú herra yfir öllu Persaveldi og réði yfir [[Susa]] og [[Persepolis]] án mótspyrnu.