„Grikkland hið forna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Cessator (spjall | framlög)
Lína 21:
Á 8. öld f.Kr. lauk myrku öldunum í sögu Grikklands, sem höfðu gengið í hönd eftir fall Mýkenumenningarinnar. Grikkir höfðu glatað þekkingu sinni á ritmálinu sem þeir bjuggu yfir áður, [[Línuletur B|línuletri B]], en í staðinn löguðu þeir [[fönikískt letur]] að eigin þörfum og bjuggu til [[grískt stafróf]]. Frá því um 800 f.Kr. eru til ritaðar heimildir. Grikkland var ekki stjórnmálaleg heild og skiptist upp í mörg sjálfstæð [[borgríki]].<ref>Finley (1991), 16-17.</ref> Á þessu má finna landfræðilegar skýringar: sérhver eyja, sérhver dalur og slétta er einangruð frá nágrannabyggðum annaðhvort af hafinu eða fjallgörðum.
 
Velmegun jókst og Grikkjum fjölgaði umfram það sem landrými leyfði (samkvæmt Mogens Herman Hansen fjölgaði Grikkjum meira en tífalt frá 800 f.Kr. til 350 f.Kr., frá því að vera um 700.000 yfir í að vera um 8-10 milljónir talsins).<ref>Hansen (2006).</ref> Um [[750 f.Kr.]] hófst 250 ára langur [[Nýlendutíminn í sögu Grikklands|nýlendutími]] í sögu Grikklands. Grikkir þurftu land og þeir stofnuðu nýlendur úti um allt.<ref>Sjá Finley (1991), 36-40.</ref> Í austri voru fyrstu nýlendurnar stofnaðar í [[Litla Asía|Litlu Asíu]] (í dag [[Eyjahaf]]sströnd [[Tyrkland]]s). Þá stofnuðu þeir nýlendu á [[Kýpur]] og við strendur [[Þrakía|Þrakíu]], við [[Marmarahaf]] og suðurströnd [[Svartahaf]]s. Að endingu náðu grískar nýlendur alla leið norðaustur til [[Úkraína|Úkraínu]]. Í vestri stofnuðu þeir nýlendur við strendur Adríahafs (þar sem í dag eru [[Albanía]] og [[Serbía]]), á [[Sikiley]] og Suður-[[Ítalía|Ítalíu]], þá á Suður-[[Frakkland]]i, [[Korsíka|Korsíku]] og jafnvel norðaustur [[Spáni]]. Grikkir stofnuðu einnig nýlendur á [[Norður-Afríka|Norður-Afríku]], í [[Egyptaland]]i og [[Líbýa|Líbýu]]. Borgirnar [[Sýrakúsa (Ítalía)|Sýrakúsa]], [[Napólí]], [[MarseillesMarseille]] og [[Istanbúl]] eiga rætur að rekja til grískra nýlendubyggða: Sýrakúsa, Neapólis, Massilía og [[Býzantíon]].
 
Á [[6. öld f.Kr.]] var Grikkland orðið að mál- og menningarsvæði sem var miklu stærra en Grikkland nútímans. Grískar nýlendur lutu ekki stjórn móðurborganna en héldu oft tengslum við þær, bæði trúarlegum og viðskiptalegum. Jafnt heima sem að heiman skipulögðu Grikkir sig í sjálfstæð samfélög og borgríkið (''[[polis]]'') varð grundvallareining grískrar stjórnsýslu.