„Þörungar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 78 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q37868
Katlahrund (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Laurencia.jpg|thumb|right|Nærmynd af rauðþörungnum ''Laurencia sp.'']]
'''Þörungar''' er samheiti yfir [[gróður]] [[haf|sjávar]]. Þörungum má skipta í tvo hópa, annars vegar [[plöntusvif]] og hins vegar [[botnþörungar|botnþörunga]]. [[Plöntusvif]] er örsmár svifgróður sem berst með [[straumur|straumum]] í yfirborðslögum sjávar, en botnþörungar vaxa á [[hafsbotn|botninum]] eins og nafnið gefur til kynna. Þörungar nýta ljósorku [[sól]]arinnar til að byggja upp [[lífræn efnafræði|lífræn efni]] úr [[ólífræn efnasambönd|ólífrænum]] og byggir allt [[líf]] í sjónum [[tilvera|tilveru]] sína beint eða óbeint á þessari [[framleiðsla|framleiðslu]] þeirra. Megnið af framleiðslunni kemur frá plöntusvifinu í efstu lögum sjávar, en botnþörungarnir taka einnig þátt í nýmyndun lífrænna efna. Þörungarnir nýta birtuna við [[yfirborð]]ið, þeir nýta [[áburður|áburðarefni]] eða [[næringarsölt]] sem berast upp í yfirborðslögin og eru auk þess háðir straumum og [[uppblöndun]] eða stöðugleika sjávar. Þeir eru því mjög háðir umhverfisaðstæðum í hafinu.<ref>Karl Gunnarsson, Gunnar Jónsson, & Ólafur Karvel Pálsson (1998). ''Sjávarnytjar við Ísland''. Reykjavík: Mál og menning.</ref>
 
== Tilvísanir ==