Munur á milli breytinga „Járnbrautarbólan í Bretlandi“

ekkert breytingarágrip
 
Iðnbyltingin í Bretlandi var komin vel á veg á 4. áratug nítjándu aldar og vegna þess hversu hröð þróun átti sér stað í henni var þörfin fyrir hraðvirkari flutningsmáta ríkari en áður. Flytja þurfti mikið magn af kolum, járni og öðrum hráefnum. Landið var rísandi og hagvöxtur talsverður og þar sem slíkar aðstæður voru uppi, buðu hestvagnar og flutningar á ám og vötnum ekki upp á þann hraða sem sífellt meir var sóst eftir. Það var svo árið 1830 sem að fyrstu járnbrautateinarnir voru teknir í notkun. Það var leið milli iðnaðarborganna Liverpool og Manchester.
[[Image:Opening Liverpool and Manchester Railway.jpg|thumb|right|A painting of the inaugural journey of the Liverpool and Manchester Railway, by A.B. Clayton.]]
 
== Bóluskeiðið ==
Samdráttarskeið átti sér stað seint á þriðja áratug nítjándu aldar og snemma á fjórða áratug. Háir vextir og mótmæli gagnvart lagningu járnbrautateina dró tímabundið úr þróun í járnbrautaiðnaði. Iðnrekenda og fjárfestar leituðu meir í átt að fjárfesta í sveigjanlegum ríkisskuldabréfum í stað þess að fjárfesta í verkefnum tengdum járnbrautum. Skömmu eftir að Englandsbanki lækkaði vexti til að örva efnahagslífið um miðjan fjórða áratug nítjándu aldar, fór efnahagslífið í Bretlandi í mikin uppgang, knúin áfram af framleiðslu atvinnugreinum. Járnbrautir vöktu áhuga fjárfesta á ný þökk sé hækkandi gengi hlutabréfa og verð og vaxandi kröfur um flutning á farþegum og farmi með lestum jókst.
[[Image:Opening Liverpool and Manchester Railway.jpg|thumb|right|A painting of the inaugural journey of the Liverpool and Manchester Railway, by A.B. Clayton.]]
 
Á fjórða áratug var afar frjósamt umhverfi fyrir markaðinn í Bretlandi og bólumyndun á hlutabréfamarkaðinn fór að taka á sig mynd. Iðnbyltingin leiddi til aukningar á fjölda fólks í miðstétt og auðugum heimilum tók að fjölga. Nýjum verkefnum fyrirtækja, þar á meðal járnbrautarfyrirtækja, gátu nú aukið fjármagn frá tiltölulega vel menntuðum fjárfestum í stað eingöngu að treysta á fé banka, auðugra aðalsmanna og iðnrekenda, sem þeir höfðu gert í fortíðinni. Það má með sanni segja að upphaf járnbrautar bólunnar hafi í raun hafist árið 1925 þegar ríkisstjórn Bretlands ákvað að afnema Bólulögin svokölluð sem sett voru árið 1720 eftir Suðursjávarbóluna svokölluðu. Þessi lög voru hönnuð til þess koma böndum yfir nýjan iðnað og lágmarka skaða fjármagnseigenda. Aðeins máttu eiga hlutabréf í fyrirtækjum að hámarki 5 mismunandi aðilar. Afnám laganna gerð því almenningi einnig kleift að fjárfesta í hlutabréfum með mun ríkulegri hætti en áður og leyfði einnig fyrirtækjum að kynna sig mun frekar fyrir mögulegum fjárfestum í gegnum miðla.
43

breytingar