Munur á milli breytinga „Járnbrautarbólan í Bretlandi“

ekkert breytingarágrip
Járnbrautar bólan svokölluð var efnahagsbóla sem átti sér stað í Bretlandi á fjórða áratug 19jándu aldar. Hún fól í sér ákveðið æði sem skapaðist í kringum lagningu járnbrautateina þvert og endilangt um Bretland þar sem fólk hópaðist til við að versla hlutabréf í fyrirtækjum í járnbrautariðnaði. Rétt eins og Internet bólan sem átti sér stað í lok 20. aldar, var breska járnbrautar bólan afleiðing af oftrú gagnvart viðskipta tækifærum í þeirri nýsköpun sem járnbrautir voru á þessum tíma. Þó að járnbrautalestir séu nú partur af daglegu lífi fólks víða um heim, voru þær eitt sinn rétt eins byltingakenndar eins og internetið þegar það fór í loftið. Á meðan hlutabréf í járnbrautarfyrirtækjum óx og náði nýjum hæðum á hlutabréfamarkaði, byggðust upp þúsundir kílómetra af lestarteinum þannig að um offjárfestingu var að ræða. Þegar Járnbrautar bólan loks sprakk fóru mörg fyrirtæki sem fjárfest höfðu í þessum brautarteinum á hausinn, hlutabréf í fyrirtækjunum hrundi og fjárfestar töpuðu gríðarlega háum fjárhæðum.
 
Iðnbyltingin í Bretlandi var komin vel á veg á 4. áratug nítjándu aldar og vegna þess hversu hröð þróun átti sér stað í henni var þörfin fyrir hraðvirkari flutningsmáta ríkari en áður. Flytja þurfti mikið magn af kolum, járni og öðrum hráefnum. Landið var rísandi og hagvöxtur talsverður og þar sem slíkar aðstæður voru uppi, buðu hestvagnar og flutningar á ám og vötnum ekki upp á þann hraða sem sífellt meir var sóst eftir. Það var svo árið 1830 sem að fyrstu járnbrautateinarnir voru teknir í notkun. Það var leið milli iðnaðarborganna Liverpool og Manchester. [[Image:Opening Liverpool and Manchester Railway.jpg|thumb|right|A painting of the inaugural journey of the Liverpool and Manchester Railway, by A.B. Clayton.]]
[[Image:Opening Liverpool and Manchester Railway.jpg|thumb|right|A painting of the inaugural journey of the Liverpool and Manchester Railway, by A.B. Clayton.]]
 
 
 
== Bóluskeiðið ==
43

breytingar