„Grikkland hið forna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q11772
Cessator (spjall | framlög)
Lína 36:
Á [[6. öld f.Kr.]] voru nokkur borgríki orðin ráðandi í Grikklandi: [[Aþena]], [[Sparta]], [[Kórinþa]] og [[Þeba]].<ref>Sjá Kitto (1991), 79-109.</ref> Þau höfðu öll náð völdum yfir sveitunum í kringum sig og smærri borgum í nágrenni við sig. Aþena og Kórinþa voru orðin mikil sjóveldi og verslunarveldi að auki. Aþena og Sparta urðu keppinautar í stjórnmálum en metingur þeirra varði lengi og hafi mikil áhrif á grísk stjórnmál.
 
Í Spörtu hélt landeignaraðallinn völdum og völd þeirra voru treyst í stjórnarskrá [[Lýkúrgos frá Spörtu|Lýkúrgosar]]ar (um [[650 f.Kr.]]).<ref>Finley (1991), 40-41. Um sögu Spörtu, sjá Forrest (1968). Einnig Geir Þ. Þórarinsson, [http://visindavefur.hi.is/?id=6054 „Hvar var Sparta? Er einhver borg í dag sem hét áður Sparta?“]. ''Vísindavefurinn'' 10.7.2006. (Skoðað 10.12.2006).</ref> Sparta komst undir varanlega herstjórn með tveimur konungum. Sparta drottnaði yfir öðrum borgríkjum á [[Pelópsskaga]], að [[Argos]] og [[Akkaja|Akkaju]] undanskildum.
 
Konungdæmið var á hinn bóginn lagt niður í Aþenu árið [[683 f.Kr.]] og umbætur [[Sólon]]s komu á hófstilltri stjórn aðalsins.<ref>Finley (1991), 42-43.</ref> Aðalsmenn misstu síðar völdin í hendur harðstjórans [[Peisistratos]]ar og sona hans, sem gerðu borgina að miklu sjó- og verslunarveldi. Þegar sonum Peisistratosar var velt úr sessi kom [[Kleisþenes]] á fyrsta [[Aþenska lýðræðið|lýðræði]] heims í Aþenu ([[500 f.Kr.]]). Þjóðfundur allra frjálsra borgara (karla) fór með völdin. Þó ber að hafa í huga að einungis hluti af karlmönnum borgarinnar höfðu borgararéttindi; þrælar, frelsingjar og aðfluttir nutu ekki stjórnmálaréttinda.