„Róbert Rínarfursti“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 19 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q76930
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 10:
Róbert hélt til [[Frakkland]]s þar sem hann stjórnaði flokki útlægra Englendinga í lokakafla Þrjátíu ára stríðsins. Skömmu síðar sættist hann við Karl og var skipaður foringi yfir lítilli flotadeild konungssinna. Hann hélt í langa og illa heppnaða herför sem lyktaði með ósigri í sjóorrustu gegn [[Robert Blake]], flotaforingja þingsins. Róbert flúði þá til [[Vestur-Indíur|Vestur-Indía]] þar sem hann lifði á [[sjórán]]um.
 
Á tíma [[Stúart-endurreisnin|Stúart-endurreisnarinnar]] sneri hann aftur til Englands þar sem [[Karl 2. Englandskonungur|Karl 2.]] skipaði hann í [[leyndarráð]] sitt og fékk honum [[lífeyrir|lífeyri]]. Hann varð aftur flotaforingi og stýrði enska flotanum í sjóorrustum við [[Holland|Hollendinga]] í [[Annað stríð Englands og Hollands|Öðru stríði Englands og Hollands]] 1665-1667 og [[Þriðja stríð Englands og Hollands|Þriðja stríði Englands og Hollands]] 1672-1674 þar sem hann beið ósigra í [[orrustan við Schooneveld|orrustunni við Schooneveld]] og [[orrustan við Texel|orrustunni við Texel]].
 
Á þessum árum bjó hann með leikkonunni [[Margaret Hughes]] og átti með henni dótturina Rupertu. Hann lést árið 1682 og var jarðsettur í [[Westminster Abbey]].