„Pólýfónkórinn og Sinfóníuhljómsveit Íslands – Messías, tónleikar 1986 (valdir kaflar, 33 sn.)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Cessator (spjall | framlög)
Lína 27:
 
Það var sem hann lifði í öðrum heimi, hann gleymdi að sofa eða matast. Þegar hann hafði lokið 2. þætti með Hallelúja-kórnum, kom þjónn hans að honum, meðan tárin streymdu niður kinnar hans, og hann sagði: „Mér fannst ég sjá himnaríki og Guð sjálfan birtast mér“
Händel fékk boð um að koma til Dublin til hljómleikahalds og þar var Messías frumfluttur í apríl árið 1742. Áheyrendur voru gagnteknir af hrifningu. Og ummæli dagblaðanna voru á sömu lund: „Mestu kunnáttumenn telja það vera fegurstu tónsmíð, sem um getur“. „Orð skortir til að lýsa þeim fögnuði, sem verkið vakti meðal hugfanginna áheyrenda. Upphafnir hljómar, sern ýmist voru mildir eða magnaðir, tengdir háleitum, hjartnæmum orðum, gagntóku eyru og hjörtu áheyrenda.
 
Sú hrifningaralda, sem Messías vakti strax í upphafi, hefur síðan borist um allan hinn siðmenntaða heim. Verkið, sem er í þremur þáttum eins og óperur þess tíma, er einstætt meðal oratoría Händels, þar eð það fjallar ekki um sögulega atburði og í því er engin atburðarás eins og í passíum Bachs. Það er eins konar hugleiðing um Frelsarann, spádómana um komu hans, fæðinguna, þjáningu hans og dauða fyrir syndir mannkynsins, upprisu hans og endurlausn mannsins fyrir trúna á hann. Sterkra dramatískra áhrifa gætir samt sem áður í verkinu, eins og vænta má, þar eð verk Händels eru flest mótuð af dramatískri tjáningu.“