„Bremen“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Gessi (spjall | framlög)
Gessi (spjall | framlög)
Lína 63:
=== Siðaskipti og 30 ára stríðið ===
[[Mynd:Bremen Braun-Hogenberg.jpg|thumb|Bremen árið 1600]]
Fyrstu tilraunir til að predika [[lúterstrú]] voru gerðar [[1522]] er munkur nokkur predikaði í Ansgarkirkjunni. Hann var brenndur á báli tveimur árum síðar. En ekki varð aftur snúið. Næstu ár fóru [[siðaskiptin]] fram, oftar en ekki með miklum óróa. Bremen gekk til liðs við mótmælendur í Schmalkalden-stríðinu gegn [[Karl V5. (keisari)|Karli V]] keisara. [[1547]] sat keisaraher um borgina, en fékk ekki unnið hana. [[1619]]-[[1623]] var fyrsta manngerða höfnin í Þýskalandi lögð af Brimarbúum rétt norðan við borgina, þar sem þeirra náttúrulega höfn víð ána Weser varð æ grynni sökum framburðs. 1623 hófu menn að víggirða borgina með virkjum og stærri múrum til að geta varið sig í [[30 ára stríðið|30 ára stríðinu]], sem þá var byrjað. En borgin slapp við þátttöku í stríðinu. [[1648]] lauk stríðinu með [[Friðarsamningarnir í Vestfalíu|friðarsamningunum í Vestfalíu]]. [[Svíþjóð|Svíar]] kröfðust hins vegar yfirráð yfir Bremen, sem náði þó að festa sig í sessi sem fríborg í ríkinu. Svíar viðurkenndu þennan status ekki fyrr en tveimur árum seinna.
 
=== Napoleonsstríðin ===