„Vichy-stjórnin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Vichy
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:France_map_Lambert-93_with_regions_and_departments-occupation.svg|thumb|right|Kort sem sýnir skiptingu Frakklands eftir ósigurinn 1940]]
'''Vichy-stjórnin''' var [[ríkisstjórn Frakklands]] eftir ósigurinn gegn [[Þýskaland|Þjóðverjum]] í [[orrustan um Frakkland|orrustunni um Frakkland]] í júlí 1940 þar til [[Bandamenn (Síðari heimsstyrjöldin)|Bandamenn]] frelsuðuleystu [[Frakkland]] undan hernámi Þjóðverja í ágúst 1944.
 
Eftir ósigurinn skipaði [[forseti Frakklands]], [[Albert Lebrun]], [[Philippe Pétain]] forsætisráðherra. Stjórnin kom saman í bænum [[Vichy]] í [[Auvergne]]. Eftir undirritun friðarsamninga við Þýskaland fékk Pétain aukin völd og heimild til að afnema lagareglur og endurskrifa stjórnarskrána. Pétain kom á [[alræði]] í verki þótt hann legði ekki niður stofnanir [[Þriðja lýðveldið|Þriðja lýðveldisins]]: lýðræði var afnumið og lýðræðislega kjörnir fulltrúar látnir víkja fyrir skipuðum fulltrúum stjórnarinnar, borgaraleg réttindi voru afnumin og refsingar teknar upp fyrir gagnrýni á stjórnina. Engu að síður studdi meirihluti fransks samfélags nýju stjórnina til að byrja með. Hún var álitin nauðsynleg til að [[Öxulveldin]], Þýskaland og [[Ítalía]], skiptu Frakklandi ekki á milli sín. Þessi stuðningur fór minnkandi eftir því sem á leið og [[andspyrna]] óx að sama skapi.