„Heimssýningin í París 1878“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:SOLparkParis.jpg|thumb|right|Höfuð [[Frelsisstyttan|Frelsisstyttunnar]] eftir [[Frédéric Bartholdi]] var sýnt á sýningunni.]]
'''Heimssýningin í París 1878''' ([[franska]]: ''Exposition Universelle'') var þriðja [[heimssýning]]in sem haldin var í [[París]], [[Frakkland]]i. Hún stóð frá 1. maí til 10. nóvember [[1878]]. Sýningin var fjármögnuð af frönsku ríkisstjórninni og var ætlað að sýna fram á endurheimtan styrk Frakklands eftir [[Fransk-prússneska stríðið]] 1870. Aðalsýningarsvæðið náði yfir 220.000m² á [[Champ de Mars]]. Yfir 13 milljón aðgöngumiðar seldust svo sýningin kom fjárhagslega vel út.
 
Meðal nýrra uppfinninga sem sýndar voru var [[sími]] [[Alexander Graham Bell|Alexanders Grahams Bell]] og [[grafófónn]] [[Thomas Alva Edison|Edisons]]. Gatan og torgið við óperuhúsið [[Garnier-höll]] voru lýst upp með rafknúnum [[kolbogalampi|kolbogalömpum]].