„Eiríkur rauði Þorvaldsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Masae (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Eiríkur rauði''' ([[fæðing|fæddur]] um [[920]] – [[dauði|dó]] um [[1006]]) var fyrstur til að nema land á [[Grænland]]i og var faðir [[Leifur Eiríksson|Leifs Eiríkssonar]]. Eiríkur fæddist í [[Noregur|Noregi]] og var Þorvaldsson Ásvaldssonar en kallaður „rauði“ vegna hárlitarins. Um [[960]] flæmdist Eiríkur frá Noregi vegna mannvígs og var útlægur gerður. Sigldi hann þá til [[Ísland]]s og settist þar á Dröngum á Ströndum.
 
Sögur herma að Eiríkur rauði hafi síðar búið í Haukadal í Dalasýslu, á Eiríksstöðum hjá [[Vatnshorn|Vatnshorni]] ásamt konu sinni [[Þjóðhildur Jörundardóttir|Þjóðhildi]], dóttur Jörundar bónda þar í dalnum.
 
Eiríki gekk illa að lynda við aðra menn og var rekinn úr Haukadal eftir að hann var fundinn sekur um [[vígaferli]]. Þá fór hann í eyna [[Brokey]] á [[Breiðafjörður|Breiðafirði]] en var einnig rekinn þaðan fyrir vígaferli og varð útlagi að nýju [[982]]. Ákvað hann um þær mundir að leita lands vestan [[Ísland|Íslands]] en maður nokkur, sem [[Gunnbjörn]] hét, hafði talið sig hafa séð eyju norðan [[Ísland]]s og nefndi [[Gunnbjarnarsker]].