„Tvöfaldur vegur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Brilliantwiki (spjall | framlög)
Ný síða: thumb|right|Tvöfaldur vegur í Þýskalandi '''Tvöfaldur vegur''' kallast vegur þar sem akstursá...
 
(Enginn munur)

Nýjasta útgáfa síðan 17. mars 2013 kl. 00:17

Tvöfaldur vegur kallast vegur þar sem akstursáttir eru aðskildar með með umferðareyju. Slíkum vegum svipar oft til hraðbrauta en geta ólikt þeim notast við hefðbundin gatnamót og hafa því lægri hámarkshraða. Þar að auki gilda rýmri reglur um notkun vegriða og breidd vegaxla.

Tvöfaldur vegur í Þýskalandi

Tvöfaldir vegir eru yfirleitt með tvær akreinar í báðar áttir, en geta verið fleiri þar sem umferð er mikil. Vegur með eina akrein í aðra áttina telst einnig tvöfaldur svo fremi sem akstursáttir eru aðskildar.

Á Íslandi er venjan að tvær nýjar akreinar eru lagðar við hlið einfalds vegar. Oft er haft tvöfalt hringtorg á vegamótum þar til hægt er að ráðast í byggingu mislægra gatnamóta. Hámarkshraði er gjarnan 90 kílómetrar á klukkustund. Lengsti tvöfaldi vegkafli á Íslandi er Reykjanesbraut milli Straumsvíkur og Njarðvíkur, og er hann að öllu laus við hringtorg og umferðarljós. Vesturlandsvegur er nú að mestu tvöfaldur um Reykjavík og Mosfellsbæ. Unnið er að tvöföldun Suðurlandsvegar milli Reykjavíkur og Selfoss.

Tengt efni breyta