Munur á milli breytinga „Rokk og ról“

9 bætum bætt við ,  fyrir 8 árum
Fyrsta rokk lagið sem sló í gegn var lagið "Crazy Man Crazy" með Hljómsveitinni [[Bill Haley and his Comets]]. Það náði tólfta sæti á popp listunum í Bandaríkjunum. En það var síðan árið 1955 sem fyrsta rokk lagið náði fyrsta sæti á listunum, þetta var lagið "[[Rock around the Clock]]" einmitt með Bill Haley and his Comets. Þess má einnig geta að "Rock around the Clock" er fjórða mest selda smáskífa allra tíma, seldist hún í yfir 25 milljónum eintaka.<ref name="bill" > Bill Haley. [http://rockhall.com/inductees/bill-haley/bio/]. Sótt 6. mars 2013.</ref> Það var síðan sama árið sem tónlistarmenn eins og Little Richard og Chuck Berry komust einnig inn á listana.<ref name="timeline" > Rock Music Timeline. [http://www.rockmusictimeline.com/1950s.html]. Sótt 5. mars 2013.</ref> Little Richard með laginu "[[Tutti Frutti]]" og Chuck Berry með laginu "[[Maybellene]]". Chuck Berry var einn af fyrstu og farsælustu rokk tónlistarmönnum sögunnar. Lög hans eins og áðurnefnt "[[Maybellene]]", "[[Sweet Little Sixteen]]" og "[[Johnny B. Goode]]" höfðu gríðarmikil áhrif á rokksöguna og þá sérstaklega "Johnny B. Goode" sem var gert nokkurn veginn ódauðlegt í myndinni [[Back to the Future]] sem kom út árið 1985. Á þessum tíma hafði rokkið náð nokkurri útbreiðslu í Ameríku og voru hvítir tónlistarmenn byrjaður að sína áhuga á því. Skömmu seinna kom einn frægasti tónlistarmaður allra tíma fram á sjónarsviðið, [[Elvis Presley]], kallaður kóngurinn af fylgismönnum sínum. Elvis varð gríðarlega vinsæll samstundis, bæði meðal svartra og hvítra hópa. Elvis opnaði einnig dyrnar fyrir tónlistarmenn eins og [[Jerry Lee Lewis]] og [[Buddy Holly]] sem urðu gríðarlega vinsælir.<ref name="unc" > The History of Rock and Roll until 1960. [http://www.unc.edu/~refisher/rockandroll.html]. Sótt 7. mars 2013.</ref>
== Endalok blómatíma rokksins ==
En rokkið þurfti að taka sinn enda eins og flestir hlutir. Flestir eru sammála um það að nokkrir hlutir hafi stuðlað að endalokum rokksins. Árið 1958 var Elvis kallaður í herinn, Chuck Berry átti í nokkuð stöðugum útistöðum við lögin (eitthvað sem átti eftir að halda áfram í gegnum allan hans feril), Jerry Lee Lewis var nokkurn vegin útskúfað úr samfélaginu þegar upp komst að hann hafði gifst 13þrettán ára gamalli frænku sinni og svo að lokum var það flugslys sem átti sér stað árið 1959. Í þessu flugslysi létust þrír af vinsælustu rokktónlistarmönnum síns tíma, Buddy Holly, [[Ritchie Valens]] og [[Big Bopper|J.P. "Big„Big Bopper"Bopper“ Richardson]]. Flugslysið átti sér stað þann 3. febrúar og var sá dagur kallaður „The Day the Music Died“ í lagi [[Don McLean]], [[American Pie]] sem var gefið út á samnefndri plötu árið 1971 heilum tólf árum eftir slysið. <ref name="unc" > The History of Rock and Roll until 1960. [http://www.unc.edu/~refisher/rockandroll.html]. Sótt 7. mars 2013.</ref> <ref name="crash" > The Day the Music Died. [http://www.fiftiesweb.com/crash.htm]. Sótt 10. mars 2013.</ref>
 
== Gagnrýni ==
Rokktónlistin var á sínum tíma gríðarlega gagnrýnd. Til að byrja með var rokkið mest vinsælt hjá ungu fólki af lágstéttum og líklegast svörtum uppruna. Þetta gerði það að verkum að eldri, hvíta millistéttin fannst þessi tónlist vera smekklaus og vildi ekkert með hana hafa. Rokk tónlistin var bönnuð á mörgum útvarpsstöðvum og í hundruðum skóla. Sumir gengu svo langt og kölluðu rokkið tónlist Satans. Til að fá hugmynd um hvað hatrið á rokkið var algengt þá hafði [[Frank Sinatra]] þetta um það að segja árið 1957. „Rock and roll is the most brutal, ugly, degenerate, vicious form of expression — lewd, sly, in plain fact, dirty — a rancid-smelling aphrodisiac and the martial music of every side-burned delinquent on the face of the earth.“ En unga kynslóðin sigraði eins og sagan sýnir og sést það best þegar Elvis var gestur í þætti [[Ed Sullivan]] og áhorfstölur ruku upp úr öllu valdi.<ref name="ushist" > America Rocks and Rolls. [http://www.ushistory.org/us/53d.asp]. Sótt 10. mars 2013.</ref>
50.763

breytingar