„Carl Gustav Hempel“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 15:
hafði_áhrif_á = [[Jaegwon Kim]] |
}}
'''Carl Gustav Hempel''' ([[8. janúar]] [[1905]] – [[9. nóvember]] [[1997]]) var [[Þýskaland|þýskur]] [[vísindaheimspeki]]ngur og einn helsti málsvari [[rökfræðileg raunhyggja|rökfræðilegrar raunhyggju]] á 20. öld. Hann er einkum frægur fyrir kenningu sína um að eðli vísindalegra skýringa byggi á [[Afleiðsla|afleiðslu]] þar sem a.m.k.að minnsta kosti ein [[forsenda]]n er staðhæfing um [[náttúrulögmál]]. Kenningin var talin meginviðmið á [[1951-1960|6.]] og [[1961-1970|7. áratug]] [[20. öld|20. aldar]].
 
== Æviágrip ==
Carl Gustav Hempel fæddist í [[Oranienburg]] í [[Þýskaland]]i þann [[8. janúar]] [[1905]]. Hann nam [[stærðfræði]], [[eðlisfræði]] og [[heimspeki]] við háskólana [[Göttingen]], [[Heidelberg]] og [[Berlín]]. Í Göttingen kynntist hann [[David Hilbert]] og þótti mikið koma til tilraunar hans til þess að smætta alla stærðfræði í hreina [[rökfræði]]. Hempel kynntist [[Rudolf Carnap]] á ráðstefnu um vísindaheimspeki í Berlín árið [[1929]] og varð í kjölfarið meðlimur í [[Berlínarhringurinn|Berlínarhringnum]]. Hann lauk doktorsgráðu sinni frá Berlínarháskóla árið 1934 en lokaverkefni hans fjallaði um [[líkindafræði]]. Sama ár flutti hann frá Þýskalandi vegna uppgangs [[Nasismi|nasismans]] þar í landi. Hempel flutti til [[Belgía|Belgíu]] og naut til þess hjálpar Pauls Oppenheim, sem samdi með honum ritið ''Der Typusbegriff im Lichte der neuen Logik'' sem kom út árið [[1936]]. Árið [[1937]] flutti Hempel til [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] og tók við stöðu aðstoðarmanns Carnaps við [[Háskólinn í Chicago|Háskólann í Chicago]]. Hann kenndi síðar við [[City College of New York]] (1939-1948), [[Yale-háskóli|Yale-háskóla]] (1948-1955) og [[Princeton-háskóli|Princeton-háskóla]] þar sem hann var starfsfélagi [[Thomas Kuhn|Thomasar Kuhn]]. Hempel kenndi í Princeton þar til hann fór á eftirlaun árið [[1964]]. Hann varði tveimur árum (1964-1966) við [[Hebreski háskólinn|Hebreska háskólann]] í [[Jerúsalem]]. Árið [[1977]] tók hann við prófessorsstöðu í heimspeki við [[Háskólinn í Pittsburgh|Háskólann í Pittsburgh]] og kenndi þar til ársins [[1985]].
 
Hempel lést í [[Princeton, New Jersey|Princeton]] í [[New Jersey]] í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] árið [[1997]].
 
Árið [[2005]] var nefnd eftir honum gata í Oranienburg í Þýskalandi, Carl-Gustav-Hempel-Straße.