„Kvennalistinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 6 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q1451591
m →‎Forsaga: snyrta smá
Lína 6:
 
== Forsaga ==
Eftir að [[Rauðsokkahreyfingin]] skipulagði sig sem félagssamtök og gaf út sína fyrstu stefnuskrá árið [[1974]] yfirgáfu margar konur hreyfinguna og í kjölfarið einangraðist hún mjög.
 
Komandi ár voru mikill uppskerutími í [[kvennabarátta|kvennabaráttu]] á Íslandi. Árið [[1975]] var [[Kvennaár]] [[Sameinuðu Þjóðirnar|Sameinuðu Þjóðanna]]. Íslenskt samfélag varð tilfinnanlega meðvitað um það þegar íslenskar konur fóru í sólarhrings verkfall til að vekja athugliathygli samfélagsins á mikilvægi vinnukrafts þeirra. Talið er að 90% allra íslenskra kvenna hafi tekið þátt í verkfallinu. Árið [[1980]] er svo [[Vigdís Finnbogadóttir]] kosin [[forseti Íslands]]. Vigdís hafði engar tengingar við [[femínismi|femínistíska]] hópa en kosning hennar hafði þó gríðarlega þýðingu fyrir kvennabaráttu hér á landi.
 
Baráttan fyrir jafnrétti var í fullum gangi en nú vantaði miðilinn sem gæti sameinað krafta kvenna í þessu mikilvæga máli. [[Rauðsokkarheyfingin|Rauðsokkasamtökunum]] var slitið árið [[1982]] þegar stór hluti þeirra meðlima sem að eftir voru yfirgáfu samtökin til að stofna [[Kvennaframboð|Kvennaframboðið]] árið 1982. Þar sem að Rauðsokkurnar höfðu enga félagsmeðlimalista er ekki hægt að færa sönnur fyrir því að meðlimir þaðan hafi tekið þátt í að stofna Kvennaframboðið, en nokkrar rauðsokkur hafa staðfest þetta. Kvennaframboðið bauð fram lista bæði í Reykjavík og á Akureyri til sveitarstjórnarkosninga árið 1982 og fékk tvær konur kosnar í hvorum kosningum.
 
Ári seinna, [[1983]], voru [[Alþingiskosningar 1983|Alþingiskosningar]]. Var þá rædd sú hugmynd innan Kvennaframboðsins hvort bjóða ætti fram lista til þeirra. Þetta leiddi hinsvegar til deilna innan flokksins. Ekki voru allir meðlimir sammála um hvort seta á Alþingi myndi þjóna hagsmunum flokksins. En slíkt var talið geta leitt til uppgjafar á vissum femínískum hugmyndum hans. Hluti Kvennaframboðsins ásamt fleiri konum tóku sig því saman og stofnuðu nýtt framboð, Kvennalistann. Kvennalistinn bauð sig fram í þremur kjördæmum; Reykjavík, Akureyri og Norðurlandi-Eystra, en listinn náði inn 3 konum með 5,5% atkvæða í þessum fyrstu kosningum.