Munur á milli breytinga „Thor Heyerdahl“

Heyerdahl lagði fram kenningar um uppruna fólks á Pólónesísku eyjunum á árunum sem hann dvaldi á eyjunni Fatu Hiva. Heyerdahl hélt því fram að fornmenn í Suður Ameríku hefðu í raun verið færir um að ferðast mun lengra sjóleiðina en áður hafði verið talið og að uppruni íbúa eyjanna í Suður Kyrrahafi hafi í raun komið frá Suður Ameríku en ekki frá meginlandi Asíu eins og af flestum er talið.
 
Heyerdahl hélt því fram að í Inka þjóðsögunni hafi verið til sól-guð sem hét Viracocha Con-Tici sem var æðsti guð goðsagnakenndra vera, en þær verur voru taldar bera yfirbragð af fölu skinni, í Perú. Upprunalega nafn Viracocha var Kon-Tiki eða Illa-Tiki, sem þýðir sól-Tiki eða eld-Tiki. Kon-Tiki var æðsti prestur og sól-konungur þessara goðsagnakenndu "hvítu manna" sem skildu eftir sig gríðarlegar rústir á ströndum Lake Titicaca. Goðsögnin hélt áfram um þessa dularfulla "hvítu menn", um að þá hafi verið ráðist og þeir neyðst til að flýja Perú. Goðsögnin endar með að Kon-Tiki og hans menn hverfa vestur um haf að sögn. Heyerdahl hélt einnig því fram að þegar Spánverjar numu land í Perú
 
== Kon-Tiki ==
43

breytingar