„Kaupstaður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q3468908
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Kaupstaður''' er heiti á [[þéttbýli]]sstað sem nýtur sérstakra réttinda sem [[verslun]]arstaður, með [[stjórnsýsla|stjórnsýslu]] sem er aðgreind frá [[dreifbýli]]nu í kring (hefur „kaupstaðarréttindi“). Kaupstaðarréttindi voru sérstök réttindi sem [[kaupstaður|kaupstaðir]] nutu og gátu meðal annars falið í sér eigin [[bæjarstjórn]] og [[bæjardómari|bæjardómara]] og rétt til að reka [[verslun]] og [[iðnaður|iðnað]]. Orðið '''kauptún''' hefur verið haft um smærri þéttbýliskjarna sem ekki hafa formleg kaupstaðarréttindi.
 
Á [[Ísland]]i voru kaupstaðarréttindi innleidd þegar [[einokunarverslunin]] var lögð niður [[18. ágúst]] [[1786]]. Þá fengu sex staðir kaupstaðarréttindi á Íslandi: [[Reykjavík]], [[Grundarfjörður]], [[Ísafjarðarbær]], [[Akureyri]], [[Eskifjörður]] og [[Vestmannaeyjar]]. Vegna ýmissa erfiðleika næstu ár varð vöxtur þessara kaupstaða hægari en við var búist og féllu kaupstaðarréttindi þeirra allra, annarra en Reykjavíkur, niður árið [[1836]]. Næstu áratugi börðust margir þessara staða fyrir endurheimt kaupstaðarréttinda og fleiri staðir fengu slík réttindi. Kaupstaðarréttindi voru veitt með sérlögum frá [[Alþingi]] og nutu kaupstaðir þess að vera sérstakt lögsagnarumdæmi aðgreint frá [[Sýslur á Íslandi|sýslunni]]. Með nýjum [[sveitarstjórnarlög]]um árið 1986 gátu bæir orðið kaupstaðir að uppfylltum vissum skilyrðum svo ekki þurfti lengur sérlög til. Með lögum um framkvæmdavald í héraði 1989 voru sýslurnar síðan felldar niður sem sérstakt stjórnsýslustig og eftir það var í raun enginn munur á stjórnsýslu [[sveitarfélag]]a eftir því hvort þau teldust kaupstaðir, kauptún, bæir eða hreppar. Síðasti bærinn sem fékk formleg kaupstaðarréttindi á Íslandi var [[Sandgerði]] árið 1990.