„Vísindaheimspeki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Baldurv (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 32:
 
Dæmið sýnir glögglega [[eðli]] aðleiðslu: dregin er almenn ályktun út frá hinu einstaka. En þar sem ályktað er út fyrir forsendurnar er niðurstaðan ekki örugg. Ef við erum ekki viss um að hafa séð hverja einustu kráku í heiminum – sem er ómögulegt í framkvæmd – þá er alltaf mögulegt að til sé ein sem er öðruvísi á litinn. (Það mætti bæta því við skilgreiningu á kráku að hún sé svört; en ef tveir „krákulegir“ fuglar væru nákvæmlega eins fyrir utan litinn, þá myndum við segja að önnur krákan væri svört en hin væri nýtt og sjaldgæft afbrigði til dæmis blárrar kráku – við myndum samt sem áður segja að hvort tveggja væri afbrigði kráku.)
 
== Gervi-vísindi ==
 
Gervi-vísindi er hugtak innan vísindaheimspeki sem leitast við að aðgreina raunveruleg vísindi frá gervi-vísindum(einnig kallað [[Hjáfræði|hjáfræði]]). Til að kanna þetta þá má notast við kenninguna um [[Hrekjanleiki|hrekjanleika]] sem [[Karl Popper]] setti fram um miðja 20. öld. Ef kenning er sögð vera hrekjanleg þá er ekki verið að segja að hún sé ósönn heldur er verið að benda á að kenningin inniheldur staðhæfingar sem hægt er að meta og rannsaka gagnvart reynslu meðal annars. Hrekjanleg kenning er sem sagt á þann veg að við gætum komist að því ekki allar staðhæfingar hennar standast nákvæma skoðun. Karl Popper taldi að þær vísindalegu kenningar sem ekki væru hrekjanlegar, væru í raun ekki vísindalegar kenningar heldur einungis gervi-vísindi.
 
 
 
== Tilvísanir ==