Munur á milli breytinga „Söngleikur“

6 bætum bætt við ,  fyrir 8 árum
ekkert breytingarágrip
m (Maxí færði Söngleikir á Söngleikur)
====8. Áratugurinn====
[[Mynd:Hairposter.jpg|thumb|alt=Hárið|Hárið (1967)]]
'''Rokksöngleikir og Óperur''': Við lok 7. áratugarinns kom söngleikurinn [[Hair (musical)|Hárið]] fram á sjónarsviðið og opnaði sviðið fyrir rokktónlistinni. Höfundur söngleikjarinns, [[James Rado]] og [[Gerome Ragni]], höfðu séð fyrir sér að hún yrði einhverskonar blanda af hefðbundinni söngleikjatónlist og rokki. 8. áratugnum komu fram töluvert margir söngleikir sem byggðir voru á rokktónlist. Menn trúðu því að rokkið væri eini möguleiki söngleikjanna til að halda vinsældum vegna þess að það var vinnsælasta tónlistarstefna tímabillsins. Nokkrir frægir rokksöngleikir komu frammfram á tímabilinu svo sem [[Jesus Christ Superstar]] og Grease. Jesus Christ Superstar var sýning sem var talsvert öðruvísi en fyrstu rokksöngleikirnir og er í raun frumkvöðull á nýrri undirtegund, Rokk-óperunni. Munurinn á rokk-söngleik og rokk-óperu er í aðalatriðum sá að rokksöngleikurinn fylgir hefðbundnu formi söngleikjarinns það er að sum samtölin eru töluð/leikin en sum eru sungin við lög en í rokk-óperu er allur textin sunginn. Önnur nýung sem höfundar Jesus Christ Superstar kom með til sögunar var að gefa tónlistina út á plötu áður en söngleikurinn var frumsýndur og var líka gefin út sem kvikmynd aðeins tvem árum eftir að söngleikurinn var frumsýndur. Önnur vinsæl rokkópera var svo gerð eftir plötunni Tommy með hljómsveitinni [[The Who]]. Rokkóperan kom fram fyrst sem kvikmynd en var svo sett á svið árið 1992.
Á 8. áratugnum voru settir upp söngleikir sem voru eingöngu með þeldökkum leikurum og byggðu þá á tónlist sem vinsæl hjá þeirra þjóðfélagshópum. Til dæmis má nefna sem fjallar um upplifun ungra stúlkna í stúlknasveit sem flytja meðal annars [[R&B]] tónlist og er hún því í forgrunni í sýningunni. Rokksöngleikirinr fengust við ýmisa hluta samfélagsins sem dæmi má nefna að Hárið fjallar um líf nokkura hippa í New York og fjallaði þessvegna líka um ýmislegt sem var ekki var samþykt af samfélaginu, svo sem frjálsar ástir með öllu sem í því hugtaki felst. Á sama tíma deildi söngleikurinn mikið á [[Vietnam war|Víetnamstríðið]]. Jesus Christ Superstar fjallaði um síðust vikuna í lífi Jésús Krist og samband hans við lærisveina sína og sérstaklega Júdas. Dreamgirls um drauma og þrár ungrakvenna á tímum réttindabaráttu svertingja í Bandaríkjunum. Hér má líka minnast á [[The Rocky Horror Show]] það var rokksöngleikur sem kinkaði kolli til vísindaskáldskapar og B-mynda árana á undan en hafði eingan sérstakan boðskap eins og þeir áðurnefndu.
 
Óskráður notandi