„Vantrauststillaga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
smá
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Meðferð vantrauststillaga er ólík eftir löndum. Í [[Þýskaland]]i, [[Ísrael]] og á [[Spánn|Spáni]] tíðkast svonefnt „jákvætt vantraust“ sem felur það í sér að flutningsmanni vantrauststillögu ber að tilnefna um leið eftirmann þess ráðherra sem vantrausti er lýst á. Þessari aðferð er ætlað að koma í veg fyrir stjórnarkreppu.
 
Í gildandi [[stjórnarskrá Íslands]] er ekki fjallað sérstaklega um vantrauststillögur en óumdeilt er að [[Alþingi]] getur lýst vantrausti á ríkisstjórn og að forsætisráðherra beri þá að leita lausnar frá embætti. Felst þetta í þingræðisreglunni sem fram kemur í fyrstu grein stjórnarskrárinnar. Í þingsköpum Alþingis er mælt fyrir um að vantrauststillagavantrauststillögur skuli ræddar og afgreiddar með einni umræðu.