„City Ground“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
LaaknorBot (spjall | framlög)
m r2.7.3rc2) (Vélmenni: Bæti við de:City Ground
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:The City Ground, Nottingham.jpg|thumb|300px|City Ground séð handan árinnar Trent]]
'''City Ground''' er knattspyrnuvöllur í ensku borginni [[Nottingham]] og heimavöllur [[Nottingham Forest F.C.|Nottingham Forest]]. Völlurinn var tekinn í notkun [[1898]] og tekur 30 þúsþúsund manns í sæti.
 
== Saga vallarins ==
 
=== Upphaf ===
[[Mynd:City-Ground-1898.jpg|thumb|City Ground 1898]]
Völlurinn í City Ground var lagður síðla á [[19. öldin|19. öld]]. Nottingham Forest átti kost á að flytja á völlinn [[1898]] við greiðslu 3þrjú þúsþúsund punda. Flutningurinn átti sér stað [[3. september]] sama ár, 33 árum eftir stofnun félagsins. Völlurinn hlaut heitið City Ground, enda hafði Nottingham hlotið borgarréttindi árið á undan og mátti kalla sig City. Nýi völlurinn liggur við ána [[Trent]], gegnt Meadow Lane, heimavöll [[Notts County]]. Í upphafi var City Ground opin í þrjár hliðar og var aðeins með eina stúku. [[1957]] var stúkan East Stand reist og tekin í notkun, en hún bauð upp á 2.500 sæti. [[1965]] var stúkan Main Stand reist. Tveimur árum síðar, í [[október]] [[1967]], var aðsóknarmet sett er 49.946 áhorfendur mættu til að sjá Nottingham Forest leika gegn [[Manchester United]], og sigruðu heimamenn 3-1.
 
=== Bruninn mikli ===
Lína 13 ⟶ 12:
=== Nýrri saga ===
[[Mynd:Nottingham.jpg|thumb|City Ground (nær), Meadow Lane (fjær)]]
[[1980]] var stúkan Executive Stand reist. Fjármagnið kom að mestu úr velgengninni sem Nottingham Forest átti við að fagna á þessu tímabili. Framkvæmdastjórinn [[Brian Clough]] hafði gert félagið að enskum meisturum og unnið [[Evrópukeppni meistaraliða|Evrópukeppnina]] tvisvar í röð. Stúkan gat tekið 10tíu þúsþúsund manns í sæti. Hún var endurbætt á 10. áratugnum og nefnd Brian Clough Stand við opnunina. Í stúkunni eru einnig 36 klefar fyrir sérstaka gesti og matsalur. Á hliðinni sem snýr inn að leikvanginum er stafræn markatafla. Þar er einnig aðstaða fyrir 70 hjólastóla. [1992]]-[[1993|93]] var stúkan Bridgford Stand reist. Hún hlaut óvenjulegt þak þar sem tekið þurfti tillit til þess að skyggja ekki fyrir sólina í götunni (Colwick Road). Nýjasta stúkan er Trent End og snýr hún að ánni Trent. Hún var reist [[1996]] og tekinn í notkun rétt mátulega fyrir leiki í [[Evrópukeppnin í knattspyrnu 1996|EM 1996]] sem fram fóru á vellinum. Stúkan tekur 7sjö þúsþúsund manns í sæti, þannig að allt í allt rúmast 30.576 manns á vellinum í dag. Stúkan var byggð þannig að auðvelt er að bæta við einni hæð og auka þannig áhorfendafjöldann.
 
=== Landsleikir ===
Lína 32 ⟶ 31:
 
=== Framtíðarhorfur ===
Í [[júní]] [[2007]] tilkynnti stjórn Nottingham Forest að áætlanir væru uppi um að reisa nýjan leikvang sem tæki 50 þúsþúsund áhorfendur. Sá völlur yrði þá tilbúinn fyrir HM 2018 sem [[England]] hafði sótt um að fá að halda, enda var City Ground ekki heppilegur keppnisstaður. Fjármagn myndi koma frá styrktaraðilum og frá borginni. Hugmyndir að heiti á nýja leikvanginum voru ýmsar. Þar á meðal Brian Clough Arena, New City Ground, City of Nottingham Stadium og Robin Hood Arena. En illa gekk að finna heppilega lóð og dróst málið í nokkur ár. Síðan gerðist það að England fékk ekki HM 2018, heldur var keppninni úthlutuð [[Rússland]]i. Þar með voru allar áætlanir um nýjan leikvang lagðar á ís. Í staðinn gera menn ráð fyrir stækkun á Main Stand stúkunni ef Nottingham Forest ynni sér rétt til að leika í úrvalsdeildinni í náinni framtíð.
 
== Aðrir viðburðir ==
 
=== Kvennaboltinn ===
City Ground hefur fjórum sinnum verið notaður fyrir kvennaúrslitaleik bikarkeppninnar: 1987, 2007, 2008 og 2010.
 
* [[1987]] sigraði Doncaster Belles lið St Helens 2-0.
* [[2007]] sigraði kvennalið Arsenal lið Charlton Athletic 4-1. Áhorfendur voru 24.529 sem var met í keppninni frá upphafi.
* [[2008]] sigraði Arsenal kvennalið Leeds United 4-1. Aftur var áhorfendamet slegið, en þá mættu 24.582 manns.
* [[2010]] sigraði Arsenal á ný, að þessu sinni kvennalið Everton 3-2 í framlengdum leik. Áhorfendur voru 17 þús.
 
=== Rúgbý og tónleikar ===
Auk knattspyrnu hafa tveir aðrir viðburðir farið fram á City Ground.
 
* [[28. apríl]] [[2002]] fór fram undanúrslitaleikur í bikarkeppninni í [[rúgbý]]. Í honum sigruðu Leicester Tigers liðið Llanelli Scarlets frá [[Wales]].
* [[6. júlí]] [[2005]] fóru fram stórtónleikar hljómsveitarinnar [[R.E.M.]] á vellinum. Aðsóknin var 20 þúsþúsund manns.
 
== Heimildir ==